Magnea Áslaug Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. október 2021 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. október 2021 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnea Áslaug Sigurðardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnea Áslaug Sigurðardóttir frá Leirubakkahól í Landssveit, húsfreyja fæddist 3. nóvember 1890 og lést 25. mars 1953.
Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon bóndi, síðar í Reykjavík, f. 11. desember 1854 í Skarfanesi í Landssveit, d. 10. mars 1939, og kona hans Anna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1850 í Landakoti á Hvalsnesi, d. 15. júlí 1911.

Meðal 6 barna Önnu og Sigurðar var fóstursonurinn
1. Guðni Jónsson, síðar prófessor, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974.

Magnea Áslaug var með foreldrum sínum fram yfir tvítugt.
Hún fluttist til Neskaupstaðar, giftist Erlendi þar 1917. Þau eignuðust fimm börn.
Þau fluttu til Eyja 1918, bjuggu í fyrstu í Nýlendu, en síðan í Mörk.
Erlendur fórst með vélbátnum Njáli GK 456 við Hringskersgarðinn 16. febrúar 1923.
Hún bjó í Eyjum til 1928, en flutti þá til Reykjavíkur, bjó síðast á Grettisgötu 43.
Magnea Áslaug lést 1953.

I. Maður Magneu Áslaugar, (15. júní 1917 á Norðfirði), var Erlendur Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður, vélstjóri, f. 24. janúar 1895, drukknaði 16. febrúar 1923.
Börn þeirra:
1. Guðni Sigurður Erlendsson, f. 9. janúar 1918 á Norðfirði, d. 11. nóvember 1983.
2. Steingrímur Erlendsson bifvélavirki, bifreiðastjóri, f. 1. mars 1919 á Nýlendu, d. 25. janúar 1991.
3. Kristinn Gunnlaugur Erlendsson rafsuðumaður í Reykjavík, f. 22. mars 1920 á Nýlendu, d. 23. febrúar 1947.
4. Anton Erlendsson, f. 25. júní 1921 í Mörk, d. 1. september 2017.
5. Erlendur Árnason Erlendsson, f. 21. september 1922 í Mörk, d. 1948.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.