Þorgerður Jónsdóttir (Steini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. september 2021 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. september 2021 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorgerður Jónsdóttir.

Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja í Steini fæddist 15. nóvember 1880 í Vestra-Fíflholti í V-Landeyjum og lést 19. júní 1939.
Faðir hennar var Jón bóndi í Vestra-Fíflholti 1880, f. 27. september 1828, d. 8. júní 1896, Brandsson bónda í Galtarholti á Rangárvöllum 1813-1834, síðan í Vestra-Fíflholti 1834-dd., f. 5. júní 1786, d. 1. nóvember 1860, Guðmundssonar bónda víða, í Eystri-Tungu í Landeyjum, á Ytri-Hól, á Sperðli, á Þúfu í V-Landeyjum, síðast í Galtarholti á Rangárvöllum frá 1805-dd., f. 1750, d. 11. febrúar 1810, Erlendssonar, og konu Guðmundar Erlendssonar á Þúfu, (2. desember 1777), Þórnýjar húsfreyju, f. 1752, d. 6. júní 1833, Brandsdóttur.
Móðir Jóns Brandssonar og síðari kona Brands Guðmundssonar var Þórdís húsfreyja, f. 3. september 1797, d. 13. apríl 1879, Jónsdóttir bónda í Sigluvík í V-Landeyjum, f. 1761, d. 1833, Sigurðssonar, og konu Jóns í Sigluvík, Margrétar húsfreyju, f. 1762, d. 3. maí 1831, Ormsdóttur.

Móðir Þorgerðar og síðari kona Jóns Brandssonar var Þuríður húsfreyja í Vestra-Fíflholti 1880, f. 10. október 1843, drukknaði, Steinsdóttir bónda á Stíflu í Fljótshlíð 1835, á Efra-Hvoli í Stórólfshvolssókn 1845, f. 31. maí 1805, d. 19. október 1865, Steinssonar bónda og hreppstjóra á Skeiði í Stórólfshvolssókn 1801 og 1816, f. 1751, d. 9. ágúst 1829, Jónssonar, og konu Steins á Skeiði, Þuríðar húsfreyju, f. 1777, d. 12. júlí 1834, Magnúsdóttur.
Móðir Þuríðar í Vestra-Fíflholti og kona Steins á Stíflu var Guðrún húsfreyja á Efra-Hvoli 1845, f. 4. júlí 1804 á Helgubæ í Stóra-Dalssókn, d. 26. maí 1865, Guðmundsdóttir bónda á Helgusöndum þar 1816, f. 1768 í Ysta-Koti í Voðmúlastaðasókn, Sigurðssonar og konu Guðmundar á Helgusöndum, Hlaðgerðar húsfreyju, f. 14. október 1781 á Harðavelli u. Eyjafjöllum, d. 8. maí 1864, Jónsdóttur.

Þorgerður var hálfsystir, af sama föður, Gísla á Arnarhóli.
Hún var með föður sínum, bústýru hans og fjölskyldu beggja í Vestra-Fíflholti 1890, líklega vinnukona á Eystri-Geldingalæk á Rangárvöllum 1901.
Hún kom til Eyja 1908 frá Reykjavík og var vinnukona hjá Gísla bróður sínum og Guðnýju á Hlíðarenda 1910.
Húsfreyja í Steini var hún 1920 með Snorra og þrem börnum þeirra.
Snorri maður hennar drukknaði við Eiðið 1924.
Hún sat í fyrstu stjórn Eykyndils. Hún var forstöðukona í K.F.U.K.-söfnuðinum.
Þorgerður lést 1939.

Maður Þorgerðar var Snorri Þórðarson útgerðarmaður í Steini, f. 7. mars 1882 að Steig í Mýrdal, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924.

Börn Þorgerðar og Snorra voru:
1. Þuríður, fædd 3. maí 1913, dáin 20. september 2003.
2. Aðalheiður Margrét, fædd 29. október 1914.
3. Aðalsteinn Rútur, fæddur 26. apríl 1918, dáinn 18. ágúst 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.