Sjöfn Bjarnadóttir (Hofi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. september 2021 kl. 16:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. september 2021 kl. 16:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sjöfn Bjarnadóttir (Hofi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sjöfn Bjarnadóttir.

Sjöfn Bjarnadóttir frá Hofi við Landagötu 25 fæddist þar 14. apríl 1934 og lést 13. júní 2021.
Foreldrar hennar voru Bjarni Guðjónsson myndskeri, teikni- og handíðakennari, listmálari, f. 27. maí 1906 á Bæ í Lóni, A-Skaft., d. 11. október 1986, og kona hans Sigríður Þorláksdóttir húsfreyja, handíðakennari, forstöðukona, f. 13. apríl 1902 á Skálmarbæjarhraunum í Álftaveri, V-Skaft., d. 21. júní 1993.

Börn Sigríðar og Bjarna:
1. Sverrir Bjarnason verkamaður, f. 30. september 1929 á Hofi, d. 24. júlí 2012. Kona hans Inger Bjarnason, f. Jörgensen.
2. Sjöfn Bjarnadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 14. apríl 1934 á Hofi, d. 13. júní 2021. Maður hennar Hermann Heiðar Jónsson, látinn.

Sjöfn var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim á Hofi við Landagötu 25 og á Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8.
Hún nam við Húsmæðraskólann í Reykjavík.
Sjöfn vann verkakvennastörf í Eyjum, rak síðar með manni sínum verslunina Hermann Jónsson úrsmiður í Lækjargötu 2 og síðar í Veltusundi 3 í Reykjavík.
Þau Hermann giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn.
Hermann Heiðar lést 2007. Sjöfn dvaldi síðast á Droplaugarstöðum. Hún lést 2021.

I. Maður Sjafnar, (19. júlí 1956), var Hermann Heiðar Jónsson úrsmíðameistari frá Hólmavík, f. þar 27. mars 1935, d. 30. júní 2007. Foreldrar hans voru Jón Björnsson frá Dalvík, húsa- og byssusmiður, f. 27. mars 1907 í Göngustaðakoti í Svarfaðardal, d. 7. janúar 1991 og fyrri kona hans Ágústa Guðmundsdóttir frá Bæ í Steingrímsfirði, húsfreyja, f. 4. ágúst 1909 á Drangsnesi, d. 12. janúar 1985.
Börn þeirra:
1. Sigríður Hermannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 17. október 1955 í Eyjum. Maður hennar Árni Hreiðar Róbertsson.
2. Guðmundur B. Hermannsson úrsmíðameistari, f. 8. nóvember 1957. Kona hans Guðrún Ágústa Bjarnþórsdóttir.
3. Sváfnir Hermannsson verslunarmaður, f. 9. apríl 1960. Kona hans Katrín Jónsdóttir.
4. Jón Ágúst Hermannsson úrsmiður, f. 13. ágúst 1966. Kona hans Birna Guðfríður Björgvinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.