Eðvald Hinriksson Mikson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2021 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2021 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Eðvald Hinriksson Mikson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Eðvald Hinriksson Mikson (Edvald Mikson) frá Tartu í Eistlandi, íþróttaþjálfari, nuddari fæddist þar 12. júlí 1911 og lést 27. desember 1993.
Foreldrar hans voru Hendrik Mikson lögreglumaður og kona hans Anna Mikson húsfreyja, saumakona og verslunarmaður.

Eðvald var með foreldrum sínum í æsku, var í sveit hjá frændfólki á sumrin í æsku sinni.
Hann stundaði nám í lögregluskólanum í Tallin.
Að námi loknu gekk hann í lífvörð forsetans, Konstantíns Pats, sem nefndur var faðir eistneska lýðveldisins. Síðar gekk Eðvald til liðs við stjórnmálalögregluna PolPol.
Hann tók þátt í andspyrnuhreyfingu gegn sóvéska innrásrahernum og lenti síðar í höndum þýska innrásarhersins, var í fangelsi þeirra í tvö ár. Hann gat flúið til Svíþjóðar í september 1944 og var á leið til Bandaríkjanna, er skip hans strandaði við Keflavík 1946.
Mikson hafði tekið gildan þátt í íþróttum í heimalandi sínu.
Hann varð íþróttaþjálfari, m.a í Eyjum, og þjálfaði hóp ungra íþróttamanna þar, náði frábærum árangri.
Eftir flutning til Reykjavíkur stofnaði hann og Sigríður kona hans ,,Nudd- og gufubaðstofuna Saunu“ 17. september 1962 að Hátúni 8 í Reykjavík og starfræktu hana til 1990.
Hann varð síðar iðnverkamaður. Rit: ,,Úr eldinum til Íslands“.

Þau Sigríður giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hringbraut 91 í Reykjavík, í Bogahlíð 15, Freyjugötu 28, en síðast í Miðtúni 8.
Sigríður lést 1990. Eðvald bjó síðast á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði. Hann lést 1993.

I. Kona Eðvalds, (16. júlí 1949), var Sigríður Bjarnadóttir frá Hoffelli, húsfreyja, nuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Hendrik Eðvaldsson knattspyrnumaður, hótelrekandi í Skotlandi, f. 3. september 1950, d. 24. janúar 2021, kvæntur skoskri konu, Cathrene Bradley.
2. Atli Eðvaldsson knattspyrnumaður, knattspyrnuþjálfari, f. 3. mars 1957, d. 2. september 2019. Fyrrum kona hans Steinunn Guðnadóttir.
3. Anna Jónína Eðvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 15. desember 1958. Maður hennar Gísli Ágúst Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.