Ólöf Sveinsdóttir (Hólmi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2021 kl. 17:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2021 kl. 17:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Sveinsdóttir frá Viðfirði í S.-Múl, húsfreyja á Hólmi fæddist 8. janúar 1916 og lést 8. nóvember 1983.
Foreldrar hennar voru Sveinn Bjarnason bóndi og snikkari, f. 12. júlí 1857 í Viðfirði, d. 24. desember 1927, og síðari kona hans Ólöf Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1874, d. 19. apríl 1961.

Ólöf giftist Magnúsi, eignaðist með honum eitt barn. Magnús lést 1941.
Þau Kolbeinn giftu sig 1945, eignuðust eitt barn og Magnús fóstraði Hildi, barn Ólafar. Þau bjuggu á Laugavegi 159A, fluttust til Eyja 1947, bjuggu í fyrstu í Viðey við Vestmannabraut 30, þá á Hólmi við Vesturveg 16. Þau skildu 1963.
Ólöf flutti til Reykjavíkur, var í sambúð skamma stund með Grími, bjó á Njarðargötu 6.
Hún lést 1983.

I. Maður Ólafar var Magnús Guðbjartsson frá Kollsvík, V.-Barð., f. 28. febrúar 1913, d. 28. febrúar 1941. Foreldrar hans voru Guðbjartur Guðbjartsson bóndi og útgerðarmaður í Kollsvík, f. 15. júlí 1879, d. 1. október 1970, og kona hans Hildur Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1889, d. 31. janúar 1967.
Barn þeirra:
1. Hildur Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1941. Maður hennar Elías Björnsson sjómaður, stýrimaður, látinn.

II. Maður Ólafar, (1945, skildu 1963), var Kobeinn Stefánsson sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður, bifreiðastjóri, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.
Barn þeirra:
2. Margrét Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1946. Fyrrum maður hennar Hreiðar Hermannsson smiður, verktaki. Fyrrum maður hennar Eiríkur Ómar Sæland garðyrkjufræðingur.

III. Sambúðarmaður Ólafar var Grímur Hallgrímsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.