Ársæll Ársælsson (Fögrubrekku)
Ársæll Ársælsson frá Fögrubrekku, verslunarstjóri, útgerðarstjóri, útgerðarmaður, kaupmaður fæddist 8. apríl 1936 og lést 21. febrúar 2020.
Foreldrar hans voru Ársæll Sveinsson útgerðarmaður og kaupmaður, f. 31. desember 1893, d. 14. apríl 1969 og kona hans Laufey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 2. september 1895, d. 16. ágúst 1962.
Börn Laufeyjar og Ársæls:
1. Lárus Ársæll, f. 9. maí 1914, d. 13. ágúst 1990.
2. Sveinn, f. 26. desember 1915, d. 3. febrúar 1968.
3. Guðrún Ársælsdóttir, f. 6. mars 1920, d. 21. september 1927.
4. Petrónella Sigríður, f. 26. maí 1921, d. 30. október 2006.
5. Ásta Skuld Ársælsdóttir, f. 20. júní 1925, d. 6. mars 1928.
6. Ásta, f. 4. nóvember 1929, d. 2. nóvember 1977.
7. Leifur, f. 10. júlí 1931, d. 16. september 2017.
8. Lilja, f. 22. apríl 1933.
9. Ársæll, f. 8. apríl 1936, d. 21. febrúar 2020.
Ársæll var með foreldrum sínum.
Hann gekk í Skógaskóla og Héraðsskólann á Laugarvatni.
Ársæll sá um byggingavöruverslun föður síns í Eyjum og vann við útgerð hans.
Þau fluttust á Selfoss 1975 og Ársæll hóf útgerðarrekstur í Þorlákshöfn. Síðar hófu þau Guðrún verslunarrekstur á Selfossi og stunduðu til 1992. Þau fluttu þá í Mosfellsbæ og hófu verslunarrekstur í Reykjavík, ráku Rosenthalverslunina. Eftir lát Guðrúnar 1993 vann Ársæll hjá Reykjavíkurborg og hjá Skeljungi.
Þau Guðrún giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu á Faxastíg 37, á Hraunslóð 1 við Gos.
Guðrún lést 1993.
Ársæll dvaldi síðast á Sólvöllum á Eyrarbakka. Hann lést 2020.
I. Kona Ársæls, (13. júní 1965), var Guðrún Kjartansdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1941, d. 8. september 1993.
Börn þeirra:
1. Kjartan Þór Ársælsson kennari, sjómaður, f. 19. september 1962. Kona hans Bylgja Þorvarðardóttir.
2. Ársæll Ársælsson yfirtollvörður, f. 12. febrúar 1965. Kona hans Jóhanna Einarsdóttir.
3. Leifur Ársælsson, f. 23. janúar 1971, d. 19. mars 1971.
4. Leifur Sveinn Ársælsson matreiðslumaður, f. 10. mars 1972. Barnsmóðir hans Áróra Olga Sigrúnardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Afkomendur.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Morgunblaðið 23. mars 2020. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.