Ólafur Jónsson (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. mars 2021 kl. 11:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. mars 2021 kl. 11:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ólafur Jónsson


Ólafur

Ólafur Jónsson, Hlíð, fæddist að Hlíð í Vestmannaeyjum þann 10. mars 1915 og lést 12. febrúar 1944. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Þórunn Snorradóttir.

Ólafur byrjaði ungur sjómennsku en formennsku hóf hann árið 1936-1937 á Hansínu. Eftir það var Ólafur með Ástu 1938-1939 Sleipni 1941, Frey 1942-1944 og á þeim bát fórst Ólafur 12. febrúar 1944 ásamt allri áhöfninni norðvestur af Þrídröngum í suðvestan ofsaveðri.

Myndir



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

  • Viðbætur við heimildir: Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.