Ingibjörg Finns Petersen
Ingibjörg Finns (Ebba), síðar Petersen fæddist 3. mars 1924 á Flögu í Vatnsdal, A-Hún. og lést 15. janúar 2020.
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, þá á Flögu, f. 17. september 1896 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 9. mars 1924 og barnsfaðir hennar Magnús Stefán Stefánsson bóndi, kennari, verslunarmaður, kaupmaður, f. 12. september 1870, d. 20. september 1940.
Fósturforeldrar hennar voru Sigrún Finnsdóttir móðursystir Ingibjargar, húsfreyja, f. 13. júlí 1894, d. 7. mars 1972, og maður hennar Stanley Guðmundsson sjómaður verkstjóri, f. 12. september 1901, d. 31. október 1940.
Ingibjörg móðir hennar lést á 6. degi eftir fæðingu hennar og faðir hennar gekkst ekki við henni.
Sigrún móðursystir hennar fór norður og sótti hana, fóstraði hana síðan í Eyjum.
Hún vann meðal annars afgreiðslustörf, fluttist ung til Reykjavíkur, giftist Óskari.
Þau Óskar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Sörlaskjóli 72.
Óskar lést 1985.
Ingibjörg bjó að síðustu á Eir í Reykjavík.
I. Maður Ingibjargar var Óskar Petersen rafvirki, línumaður í Reykjavík, f. 12. september 1917, d. 29. ágúst 1985. Foreldrar hans voru Konráð Petersen húsasmiður frá Kristiansand í Noregi, og Sigríður Ágústa Gísladóttir, f. 13. ágúst 1895, d. 5. febrúar 1971.
Börn þeirra:
1. Sigrún Petersen, húsfreyja, rekur innflutningsfyrirtæki, f. 9. maí 1947. Maður hennar Björn Gunnlaugsson.
2. Kristín Petersen, húsfreyja, fararstjóri, f. 17. júní 1952. Barnsfaðir hennar Viðar Víkingsson. Fyrrum maður hennar Hans Kristján Árnason.
3. Gísli Petersen, rekur veitingastað, f. 21. nóvember 1958. Fyrrum kona hans Erla Pétursdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kristín.
- Morgunblaðið 3. mars 2020. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.