Kristín Anna Baldvinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Anna Baldvinsdóttir.

Kristín Anna Baldvinsdóttir húsfreyja, verkakona, dagmóðir fæddist 20. ágúst 1938 í Reykjavík og lést 26. ágúst 2009.
Foreldrar hennar voru Baldvin Þórðarson frá Ísafirði, verkamaður, f. 11. júlí 1908 á Tröð í Bolungarvík, d. 13. apríl 1989, og Guðfinna Jónasdóttir frá Hnúki í Dalas., vinnukona, ráðskona, f. 22. september 1896 í Bjarneyjum á Breiðafirði, d. 9. september 1960.

Kristín missti móður sína ung og fór 13 ára kaupakona að Grænhóli í Ölfusi. Þar var hún í nokkur ár, fór þá til Reykjavíkur og var þar ráðskona.
Í Eyjum vann Kristín Anna lengst við fiskvinnslu, en einnig vann hún hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og var þar yfir kjövinnslunni . Síðast var hún dagmóðir.
Hún eignaðist barn með Ragnari Jósep 1956.
Þau Geir Grétar hófu búskap í Reykjavík um 1957, eignuðust sex börn.
Þau fluttu til Eyja 1963, bjuggu í fyrstu í Bergholti við Vestmannabraut 67, þá á Hilmisgötu 5 og við Gos 1973.
Þau bjuggu á Stokkseyri í tvö ár, snéru þá til Eyja og bjuggu við Miðstræti 11 til 1980, er þau fluttu til Þorlákshafnar og síðan til Selfoss. Hún bjó þar síðast á Fossheið 62.
Kristín Anna lést 2009 og Geir Grétar 2015.

I. Barnsfaðir Kristínar Önnu var Ragnar Jósep Jónsson, f. 4. janúar 1937.
Barn þeirra:
1. Sveinn Guðfinnur Ragnarsson verkamaður, f. 4. janúar 1956, d. 26. febrúar 2003. Barnsmæður hans Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, Sjöfn Garðarsdóttir og Sigríður Bergdís Magnúsdóttir.

II. Maður Kristínar Önnu var Geir Grétar Pétursson sjómaður, útgerðarmaður, f. 14. apríl 1937, d. 1. september 2015.
Börn þeirra:

2. Valur Smári Geirsson sjómaður, f. 18. september 1957, fórst með Hellisey VE 11. mars 1984. Sambúðarkona hans Linda Sigurborg Aðalbjörnsdóttir.
3. Grétar Pétur Geirsson bókari, f. 24. september 1958. Barnamóðir hans Guðrún Guðfinnsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Laufey Þ. Ólafsdóttir. Sambúðarkona Brynhildur Fjölnisdóttir.
4. Steindór Guðberg Geirsson sjómaður, f. 26. desember 1961, drukknaði, er hann tók út af togaranum Klakki 1. október 1978.
5. Heimir Freyr Geirsson sjómaður, f. 1. júní 1963. Fyrrum sambúðarkona hans Eygló Guðmundsdóttir. Sambúðarkona hans Margrét Þ. Sverrisdóttir.
6. Sævar Helgi Geirsson umsjónarmaður, f. 18. október 1966. Fyrrum sambúðarkona Jóhanna B. Halldórsdóttir.
7. Anna Lea Geirsdóttir starfsmaður á sjúkrahúsi, f. 13. febrúar 1980. Barnsfaðir hennar Alex Þorsteinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grétar Pétur Geirsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 5. september 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.