Guðmundur Steinsson (vélsmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 16:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2021 kl. 16:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Steinsson (vélsmiður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Siggeir Steinsson frá Bjargarkoti í Fljótshlíð, vélsmiður fæddist þar 27. desember 1904 og lést 20. nóvember 1993.
Foreldrar hans voru Steinn Magnússon frá Vindási í Hvolhreppi, bóndi, f. 10. febrúar 1864, d. 20. júní 1926, og kona hans Solveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1868 á Breiðabólstað í Fljótshlíð, d. 1. júní 1920.

Börn Solveigar og Steins í Eyjum:
1. Þorsteinn Steinsson járnsmíðameistari og smiðjurekandi, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982. Kona hans Sigurlaug Guðnadóttir.
2. Guðmundur Steinsson vélsmiður, f. 27. desember 1904, d. 20. nóvember 1993. Kona hans var Sigríður Jónatansdóttr.
3. Guðbjörg Steinsdóttir, síðar húsfreyja í Hlíð í Gnúpverjahreppi, Árn., f. 8. apríl 1910, d. 1. apríl 1995. Maður hennar var Lýður Pálsson.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði járnsmíði í Eyjum og stundaði hana þar og síðar eftir flutning á Seltjarnarnes.
Guðmundur var vinnumaður hjá Jóni Gunnsteinssyni í Dölum 1920, var járnsmíðanemi á Selalæk 1930, járnsmiður á Ásavegi 14 1934 og 1945.
Þau Sigríður giftu sig 1947, eignuðust ekki börn saman, en Guðmundur ættleiddi Guðfinnu Jónatans dóttur Sigríðar. Þau bjuggu á Brekastíg 4 1947, síðar á Vestri-Löndum, Landagötu 11, en fluttust á Seltjarnarnes um 1960, bjuggu þar á Vegamótum 1 1960 og síðan.

I. Kona Guðmundar, (1947), var Sigríður Jónatansdóttir frá Stórhöfða, húsfreyja, f. 6. nóvember 1903, d. 16. mars 1994.
Barn þeirra, kjörbarn Guðmundar:
1. Guðfinna Jónatans Guðmundsdóttir, f. 29. október 1941.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.