Fjóla Guðrún Aradóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. janúar 2021 kl. 18:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. janúar 2021 kl. 18:09 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fjóla Guðrún Aradóttir.

Fjóla Guðrún Aradóttir húsfreyja fæddist 10. maí 1924 í Norðurkoti í Vogum á Vatnsleysuströnd og lést 3. febrúar 2010.
Foreldrar hennar voru Guðfinnur Ari Snjólfsson frá Gröf í Garði, Gull., f. 12. júlí 1884, d. 9. apríl 1966, og kona hans Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Ljótarstöðum í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 30. apríl 1893, d. 13. janúar 1973.

Fjóla var tökubarn á Langekru á Rangárvöllum 1930.
Hún vann í Reykjavík, var í vist, við heimilishjálp og vann ýmis verkakvennastörf. Þá var hún starfsmaður á Borgarspítalanum.
Þau Guðjón Kristinn giftu sig, eignuðust tvö börn, en slitu samvistir.
Hún var húsfreyja í Reykjavík 1945, bjó síðar með Sigurði í Reykjavík og Eyjum.
Þau Sigurður eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Skólavegi 2, Vöruhúsinu 1952-1954, fluttu til Reykjavíkur og skildu 1955.
Fjóla dvaldi síðast á Garðvangi í Garði. Hún lést 2010.

I. Maður Fjólu Guðrúnar var Guðjón Kristinn Einarsson smiður, f. 16. desember 1921, d. 11. mars 2008. Foreldrar hans voru Einar Gíslason vinnumaður, bóndi, f. 20. nóvember 1857 í Hæðargarði í Landbroti, V.-Skaft., d. 27. september 1933 í Reykjavík, og Þórunn Guðjónsdóttir, f. 8. nóvember 1890 á Þúfu í Skarðssókn, Rang., d. 8. júní 1961.
Börn þeirra:
1. Pálína Ester Guðjónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 30. október 1942, d. 16. febrúar 2019. Maður hennar Hörður Hólm Garðarsson. Maður hennar Þorleifur Kristinn Valdimarsson.
2. Inga Dóra Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1945, d. 31. janúar 2014. Inga Dóra bjó í Bandaríkjunum, gift þarlendum manni, síðan bjó hún hérlendis, í sambúð með Sturlaugi Jóhannessyni.

II. Sambúðarmaður Fjólu Guðrúnar var Sigurður Zóphoníasson frá Stóru-Býlu í Innri-Akraneshreppi, sjómaður, verkamaður, f. 8. september 1922, d. 6. mars 2006.
Börn þeirra:
1. Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, leikskóla- og grunnskólakennari, f. 15. apríl 1948 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Kjartan Másson.
2. Kjartan Reynir Sigurðsson sjómaður, matsveinn, f. 14. júlí 1950. Kona hans Elva Björk Valdimarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.