Anna Óskarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2020 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2020 kl. 15:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Anna Óskarsdótttir (hjúkrunarfræðingur) á Anna Óskarsdóttir (hjúkrunarfræðingur))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Anna Sólveig Óskarsdóttir.

Anna Sólveig Óskarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 21. desember 1950 á Faxastíg 2.
Foreldrar hennar voru Óskar Magnús Gíslason frá Arnarhóli, skipstjóri, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 7. maí 1915, d. 28. febrúar 1991, og kona hans Kristín Jónína Þorsteinsdóttir frá Fagradal, húsfreyja, f. 7. maí 1908, d. 7. febrúar 1999.

Börn Kristínar Jónínu og Óskars.
1. Þorsteinn Óskarsson, f. 10. ágúst 1947 í Fagradal, d. 16. ágúst 1947.
2. Dr. Þorsteinn Kristinn Óskarsson eðlisfræðingur, eftirlitsmaður, f. 2. janúar 1949 á Faxastíg 2. Kona hans Margrét Brynjólfsdóttir.
3. Gísli Jóhannes Óskarsson kennari, fréttamaður, f. 18. desember 1949 á Faxastíg 2. Kona hans Gíslína Magnúsdóttir.
4. Anna Solveig Óskarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 21. desember 1950 á Faxastíg 2. Maður hennar Halldór G. Axelsson.
5. Snorri Óskarsson forstöðumaður, kennari, f. 26. febrúar 1952 á Faxastíg 2. Kona hans Hrefna Brynja Gísladóttir.
6. Kristinn Magnús Óskarsson kennari í Kanada, f. 23. september 1954 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Laura Withers.

Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfæðaskólanum 1967, lauk Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1968.
Anna lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1972, stundaði framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun í The London Hospital (Pricess Alexandra School of Nursing) 1. október 1975-15. maí 1976.
Hún lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði í Reykjavík 2002. Anna var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum 1. apríl 1972-1. september 1972, vann á barnadeild Rigshospital í Kaupmannahöfn 1. nóvember 1972-1. maí 1973, á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1. júní 1973-1. september 1974, á lyflækningadeild, gjörgæsludeild og heilaskurðlækningadeild The London Hospital 15. september 1974-15. maí 1976.
Hún var aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Borgarspítalans 1. júlí 1976 til 1. febrúar 1978.
Anna var hjúkrunarforstjóri Sjúkrahússins í Eyjum frá 8. febrúar 1978-febrúar 1979 og hjúkrunarfræðingur þar febrúar 1979-október 1980.
Þá var hún hjúkrunarfræðingur á vegum Rauða kross Íslands í flóttamannabúðum í Thailandi október 1980-mars 1981.
Anna var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum frá apríl 1981-júní 1985, við gjörgæsludeild Centralsykehuset Fredrikstad í Noregi október 1985-1987, við Sjúkrahúsið í Eyjum frá desember 1987-mars 1989 og í afleysingum frá mars 1989-1990. Hún vann um skeið á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en hefur unnið á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á þriðja áratug.
Þau Halldór giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Höfðavegi 5 í Eyjum, en búa á Hraunbrún 41 í Hafnarfirði.

I. Maður Önnu Sólveigar, (23 október 1981), er Halldór Gunnlaugsson Axelsson rafeindavirkjameistari, framkvæmdastjóri, f. 29. ágúst 1952.
Börn þeirra:
1. Ella Halldórsdóttir vinnur á vernduðum vinnustað eftir áfall í bernsku, f. 23. febrúar 1982.
2. Ósk Halldórsdóttir líffræðingur, vinnur við tæknifrjóvganir, f. 12. apríl 1984. Maður hennar Elvar Ægisson.
3. Axel Halldórsson tölvuforritari, f. 26. nóvember 1986, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.