Óskar Þorgeirsson Kemp

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2020 kl. 16:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2020 kl. 16:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Þorgeir Þorgeirsson Kemp.

Óskar Þorgeir Þorgeirsson Kemp frá Sunnudal, stórkaupmaður í Reykjavík fæddist 12. september 1926 í Sunnudal og lést 23. október 2020 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þorgeir Daníel Lúðvíksson Kemp frá Eskifirði, sjómaður, útgerðarmaður, f. 27. júlí 1900 á Fáskrúðsfirði, d. 3. mars 1967 í Reykjavík, og Ragnhildur Bjarnadóttir frá Rauðabergi á Mýrum í A.-Skaft., vinnukona, ráðskona, f. 18. apríl 1893 í Holtaseli á Mýrum, d. 9. nóvember 1986 í Reykjavík.

Óskar var með móður sinni í Sunnudal 1926, á Selalæk á Rangárvöllum 1930-1934 og í Kotvogi í Höfnum 1935-1939, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Hann nam í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Óskar var verslunarmaður, sölumaður lengi, var m.a. verslunarstjóri hjá Máli og menningu. Síðar var hann með heildverslun, flutti inn timbur.
Þau Ásbjörg giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík.

I. Kona Óskars, (31. maí 1952), er Ásbjörg Helgadóttir húsfreyja, fulltrúi hjá Tryggingastofnun Ríkisins, f. 23. ágúst 1932. Foreldrar hennar voru Helgi Eyleifsson frá Hólakoti í Stafneshverfi á Miðnesi, sjómaður í Reykjavík, f. 26. október 1908 í Hólakoti, d. 8. janúar 1998, og kona hans Ása Þuríður Gissurardóttir frá Gljúfri í Ölfusi, húsfreyja, f. þar 27. apríl 1901, d. 8. apríl 2000.
Börn þeirra:
1. Helga Ragnheiður Óskarsdóttir fiðlukennari, f. 26. október 1951. Barnsfaðir hennar Pétur Jónasson Eiríksson. Fyrrum maður hennar Baldvin Björnsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Pétur Guðjónsson.
2. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir píanókennari, f. 24. desember 1953. Fyrrum maður hennar Gústaf Adolf Níelsson.
3. Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir fjármálastjóri, f. 20. febrúar 1958. Maður hennar Kristmundur Rafnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.