Gísli Ísleifsson (tæknifulltrúi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. desember 2020 kl. 17:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. desember 2020 kl. 17:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gísli Ísleifsson (tæknifulltrúi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Rafn Ísleifsson.

Gísli Rafn Ísleifsson tæknifulltrúi fæddist 8. apríl 1927 á Helgafellsbraut 19 og lést 5. mars 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Ísleifur Högnason kaupfélagsstjóri, alþingismaður, f. 30. nóvember 1895 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 12. júní 1967, og kona hans Helga Rafnsdóttir húsfreyja, safnvörður, f. 5. desember 1900 í Vindheimi á Norðfirði, d. 3. maí 1997 í Reykjavík.

Börn Helgu og Ísleifs:
1. Erla Guðrún Ísleifsdóttir íþróttakennari, húsfreyja, myndhöggvari, f. 19. janúar 1922, d. 6. febrúar 2011. Maður hennar Ólafur Jensson.
2. Högni Tómas Ísleifsson viðskiptafræðingur, fulltrúi, f. 14. desember 1923, d. 25. júlí 2017. Kona hans Kristbjörg Sveina Helgadóttir.
3. Gísli Rafn Ísleifsson tæknifulltrúi, f. 8. apríl 1927, d. 5. mars 2008. Kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku, á Helgafellsbraut 19 og Faxastíg 5, og fluttist til Reykjavíkur 1943.
Hann lauk 2. bekk í Gagnfræðaskólanum 1943, áður en hann flutti til Reykjavíkur. Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1949, var tæknimenntaður.
Gísli vann hjá Almenna byggingafélaginu víða um land, m.a. við Ennisveg á Snæfellsnesi, Strákagöng og Búrfellsvirkjun, átti heimili í Reykjavík, en fluttist til Keflavíkur 1974 og var mælingafulltrúi hjá Keflavíkurbæ.
Þau Sigríður giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn.
Gísli lést 2008.

I. Kona Gísla, (5. maí 1964), er Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 23. nóvember 1935. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi á Melum í Fljótsdal, f. 28. janúar 1889, d. 1. nóvember 1968, og kona hans Ásgerður Pálsdóttir frá Melum, húsfreyja, f. 6. september 1891, d. 29. október 1970.
Börn þeirra:
1. Ísleifur Gíslason tölvufræðingur, f. 11. nóvember 1964, ókvæntur.
2. Pálmar Axel Gíslason rafeindavirki, f. 6. júlí 1967. Fyrrum kona hans Eyrún Ösp Ingólfsdóttir. Kona hans Hermína Rós Jamora.
3. Áki Pétur Gíslason kerfisfræðingur, f. 2. september 1970, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.