Sigurður Sigurðsson (Arnarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. janúar 2021 kl. 15:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2021 kl. 15:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson skósmíðameistari fæddist 17. desember 1930 í Arnarholti og lést 19. júlí 1999.
Foreldrar hans voru Páll Steindór Sigurðsson prentari, rithöfundur, ritstjóri, f. 30. nóvember 1901, d. 21. janúar 1949, og kona hans Helga Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júní 1907, d. 12. júlí 1931.

Systir Sigurðar var Dóra Sigurðar húsfreyja, ræstingastjóri, f. 12. nóvember 1925, og hálfsystir hans er Sigurveig Sæunn Steindórsdóttir, f. 11. maí 1940.

Móðir Sigurðar lést, er hann var á fyrsta aldursári. Hann ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Eyjum og Reykjavík.
Hann lauk námi í skósmíðum við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði að iðn sinni í Reykjavík og Hafnarfirði.
Um fimmtugt réðst hann til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ, starfaði við Sundhöll Hafnarfjarðar og síðast var hann forstöðumaður íþróttahússins við Strandgötu.
Sigurður lést 1999.

Kona Sigurðar, (20. janúar 1959), var Guðbjörg Kristjánsdóttir sjúkraliði, f. 27. júní 1933.
Börn þeirra:
1. Sigurður Sigurðsson, f. 5. nóvember 1957. Kona hans Elisabeth Glad.
2. Kristján Sigurðsson, f. 15. janúar 1962.
3. Rúnar Sigurðsson, f. 26. ágúst 1964.
4) Anna Sigurðardóttir, f. 25. maí 1968.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Morgunblaðið 29. júlí 1999. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.