Dóra Sigurðar (Arnarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Dóra Sigurðar Steindórsdóttir frá Arnarholti, húsfreyja og umsjónarmaður fæddist 12. nóvember 1925 í Arnarholti.
Foreldrar hennar voru Páll Steindór Sigurðsson prentari, rithöfundur, ritstjóri, f. 30. nóvember 1901, d. 21. janúar 1949, og kona hans Helga Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júní 1907, d. 12. júlí 1931.

Dóra fluttist til Vesturheims, giftist Wilbur 1944. Hún var umsjónarmaður ræstinga á Holiday Inn hóteli í Ohiofylki.

Maður hennar, (30. mars 1944), var Wilbur Fulton jarðýtustjóri, f. 13. september 1919 í Ohio.
Börn þeirra:
1. Wilbur Fulton yfirverkstjóri, f. 19. apríl 1946 í Ohio.
2. Garry Fulton, f. 11. maí 1956 í Ohio.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.