Vigfús Sverrir Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 14:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 14:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Vigfús Sverrir Guðmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vigfús Sverrir Guðmundsson sjómaður, rithöfundur, listmálari fæddist 4. ágúst 1932 á Skjaldbreið og lést 13. febrúar 1988.
Foreldrar hans voru Guðmundur Vigfússon frá Holti, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 10. febrúar 1906, d. 6. október 1997, og kona hans Stefanía Guðrún Einarsdóttir frá Steinavöllum í Flókadal í Skagafirði, húsfreyja, f. 19. janúar 1904, d. 22. september 1982.

Systir Vigfúsar Sverris er Erla Guðmundsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 19. febrúar 1929. Maður hennar Stefán Vigfús Þorsteinsson.

Vigfús Sverrir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1949, lauk verslunarskólaprófi í Verslunarskóla Íslands.
Hann var sjómaður um skeið, bæði á Voninni VE 113 með föður sínum og einnig á trillu með Ása í Bæ. Þá keypti hann sér trillu og réri á henni nokkur sumur.
Vigfús Sverrir var listrænn, málaði myndir og skrifaði.
Hann veiktist og náði ekki heilsu.
Þau Kristín giftu sig 1979, bjuggu í Hátúni 10.
Vigfús Sverrir lést 1988, barnlaus.

I. Kona Vigfúsar Sverris, (1979), var Kristín D. Davíðsdóttir, f. 25. maí 1921, d. 10. nóvember 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.