Guðmundur Magnússon (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júlí 2020 kl. 20:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júlí 2020 kl. 20:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Magnússon (Vesturhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Magnússon frá Vesturhúsum-vestri fæddist þar 20. september 1916 og lést 18. ágúst 1936.
Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, bóndi og fuglari, f. 27. júní 1872 á Vesturhúsum, d. 24. apríl 1955, og kona hans Jórunn Hannesdóttir húsfreyja, f. 30. september 1879 í Nýja-Kastala, d. 24. janúar 1962.

Börn Jórunnar og Magnúsar voru:
1. Hansína, f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980, kona Ársæls Grímssonar.
2. Magnús, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978, kvæntur Kristínu Ásmundsdóttur.
3. Nanna, f. 12. september 1905, d. 9. september 1975, gift Helga Benónýssyni.
4. Guðmundur, f. 20. september 1916, d. 18. ágúst 1936.

Guðmundur var með foreldrum sínum. Hann veiktist af berklum og lést tæplega tvítugur 1936, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.