Pálmi Pétursson (kennari)
Pálmi Pétursson frá Hofi í Svarfaðardal, kennari fæddist 20. nóvember 1923 á Frostastöðum í Akrahreppi í Skagaf. og lést 8. nóvember 1993.
Foreldrar hans voru Pétur Jónsson bóndi, síðan gjaldkeri Tryggingastofnunar Ríkisins, f. 6. apríl 1892, d. 30. september 1964, og kona hans Þórunn Sigurhjartardóttir húsfreyja, f. 5. maí 1890, d. 14. desember 1930.
Fósturforeldrar Pálma voru Jón Gíslason bóndi á Hofi í Svarfaðardal, f. 2. ágúst 1900, d. 13. júní 1982, og kona hans og móðursystir Pálma Arnfríður Sigurhjartardóttir húsfreyja, f. 7. september 1884, d. 12. nóvember 1952.
Pálmi var með foreldrum sínum fyrstu 7 ár sín, en þá lést móðir hans.
Hann fór í fóstur til Arnfríðar móðursystur sinnar að Hofi í Svarfaðardal og ólst þar upp.
Hann lauk unglingaprófi 1941, kennaraprófi 1944.
Pálmi kenndi við Barnaskólann í Eyjum 1945-1947, Laugarnesskólann í Reykjavík frá 1947-1965 nema 1964-1965 og 1965-1966. Hann var kennari við Fóstruskólann 1967-1968, kennari við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskólans 1966-1980, æfingastjóri 1968-1977, æfingakennari 1977-1980.
Pálmi vann hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins 1947-1949. Hann tók þátt í danskennslu á yngri árum með Rigmor Hanson.
Hann var formaður Nemendasambands Kennaraskólans 1951-1952, í stjórn kennarafélags Laugarnesskólans um skeið frá 1956. Hann var ritari í stjórn Styrktarfélags vangefinna.
Pálmi varð að hætta störfum 1980 vegna heilsubrests.
Þau Aðalheiður Árný giftu sig 1947, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Heimagötu 30, en fluttu til Reykjavíkur 1947. Þau skildu.
Pálmi lést 1993.
I. Kona Pálma, (17. júní 1947, skildu 1966), var Aðalheiður Árný Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 5. desember 1925, d. 20. september 1989.
Börn þeirra:
1. Þórunn Pálmadóttir húsfreyja, bókhaldsfulltrúi í Reykjavík, f. 12. febrúar 1947. Maður hennar Aðalsteinn Ásgeirsson.
2. Gerður Pálmadóttir kaupmaður í Reykjavík, f. 24. febrúar 1948. Fyrrum eiginmaður Gunnar Pálsson.
3. Jón Arnar Pálmason, rekur byggingafyrirtæki, býr í Mosfellsbæ, f. 6. október 1950. Kona hans Elsa Baldvinsdóttir.
4. Aðalheiður Árný Pálmadóttir öryrki á Ísafirði, f. 27. ágúst 1954.
5. Bergljót Pálmadóttir húsfreyja, ritari við sjúkrahúsið á Ísafirði, f. 21. desember 1955. Maður hennar Gestur Benediktsson.
6. Hildigunnur Pálmadóttir, öryrki á Reykjalundi, f. 14. maí 1958.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. nóvember 1993. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Þórunn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.