Þröstur Hjálmarsson (Engey)
Vignir Þröstur Hjálmarsson frá Engey, kerfisstjóri fæddist 7. nóvembr 1959 í Eyjum
Foreldrar hans voru Hjálmar Ingi Jónsson frá Mosvöllum í Önundarfirði, vélvirkjameistari, f. 2. júí 1934, d. 2. júní 2001, og kona hans Guðrún Ísleif Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.
Börn Guðrúnar og Hjálmars:
1. Vignir Þröstur Hjálmarsson vélvirkjameistari, vélfræðingur, sölumaður, rafeindavirki, kerfisfræðingur, er nú kerfisstjóri hjá Hreyfli í Reykjavík, f. 7. nóvember 1959. Fyrrum sambýliskona hans Elma Ósk Óskarsdóttir.
2. Sigríður Svandís Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1961. Fyrrum sambúðarmaður Óskar Frans Óskarsson. Fyrrum sambúðarmaður Sigurgeir Georgsson. Fyrrum maður hennar Hjálmar Gunnarsson.
Barn Guðrúnar og fósturbarn Hjálmars Inga er
3. Jón Svavars verkstjóri, rafvirki, f. 8. apríl 1949 á Faxastíg 23. Kona hans, (skildu), Jóhanna Sigurbjörg Ragnarsdóttir.
Þröstur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim úr Eyjum við Gos. Þau bjuggu í Reykjavík, Hveragerði, á Selfossi, á Móeiðarhvoli, Hvolsvelli og síðan í Reykjavík.
Þröstur lauk gagnfræðaprófi, nam vélvirkjun hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og varð meistari, síðan nam hann vélfræði við Vélskólann í Reykjavík Þá lærði hann radíóvirkjun og skráðist í nám í kerfisfræði hjá Rafiðnaskólanum og útskrifaðist þaðan kerfisfræðingur.
Þröstur tók snemma til hendinni, gellaði sem peyi, var 14 ára í sumarvinnu í frystihúsi SS á Hvolsvelli, en árið eftir hjá Vélsmiðju Kaupfélags Rangæinga þar og þar áfram eftir lok gagnfræðaskóla og í nokkur ár.
Að loknu vélfræðináminu vann hann í tvö ár hjá Skipadeild Sambands Íslenskra samvinnufélaga.
Næstu sjö árin var Þröstur sölumaður hjá Ístækni, verslun á sviði málmiðnaðar. Árin 1976-1977 var hann í aukastarfi sem dyravörður hjá Þórskaffi.
Starfsnámið í radóvirkjun tók hann sem aðstoðarmaður í Iðnskólanum í Reykjavík, en að því loknu vann hann hjá Stöð tvö og Sjónvarpsmiðstöðinni, auk þess að vinna sjálfstætt við loftnetalagnir.
Þessu næst var hann ráðinn til að sjá um rafeindaverkstæði Áburðarverksmiðjunnar og var jafnframt aðstoðaverkstjóri rafmagnsverkstæðisins. Honum var einnig falið að sjá um
skrifstofukerfið.
Þegar Áburðarverksmiðjan hætti, réði hann sig til að sjá um tölvukerfi og símaafgreiðslu Hreyfils. Þar hefur hann starfað í tæp tuttugu ár sem kerfisstjóri og deildarstjóri tölvu- og fjarskiptadeildar Hreyfils.
Þau Elma Ósk hófu sambúð, eignuðust eitt barn og ólu upp tvö börn hennar. Þau skildu.
I. Fyrrum sambúðarkona er Jóhanna Ólafsdóttir frá Selfossi, f. 23. maí 1963.
II. Fyrrum sambúðarkona Vignis Þrastar er Elma Ósk Óskarsdóttir húsfreyja, ræstitæknir í Gautaborg, f. 22. nóvember 1964.
Barn þeirra:
1. Heiðrún Lind Þrastardóttir húsfreyja, móttökustjóri í Gautaborg, f. 15. maí 1994. Sambýlismaður hennar Jimmy Hekuran Fetiju frá Kosovo.
Börn Elmu og fósturbörn Þrastar:
1. Halldór Ólafsson, f. 23. október 1981.
2. Arnór Daði Jónsson, f. 23. desember 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Þröstur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.