Hjálmar Ingi Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2020 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2020 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hjálmar Ingi Jónsson.

Hjálmar Ingi Jónsson frá Mosvöllum í Önundarfirði, vélvirkjameistari fæddist þar 2. júlí 1934 og lést 2. júní 2001.
Foreldrar hans voru Jón Guðmundur Salómon Jónsson sjómaður, f 24. febrúar 1913, d. 19. júlí 2010, og kona hans Sigurrós Guðbjörg Jarþrúður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1913, d. 16. júlí 1990.
Fósturforeldrar hans voru Guðbjörg Björnsdóttir langamma hans og Björn sonur hennar á Mosvöllum í Önundarfirði.

Hjálmar Ingi nam í Núpsskóla 1949-1952, nam vélvirkjun við Iðnskólann í Keflavík og varð meistari í vélvirkjun árið 1962.
Hann starfaði víðs vegar um landið að iðn sinni, en síðar varð hann einn af stofnendum Vélaverkstæðisins Þórs í Vestmannaeyjum og starfaði þar fram að Gosi.
Eftir Gos vann hann ýmis störf, m.a. hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og við Sigölduvirkjun, en síðustu árin hjá Skeljungi.
Þau Guðrún Ísleif giftu sig 1959, eignuðust tvö börn, bjuggu í Engey fram að Gosi, síðan í Reykjavík, Hveragerði, á Selfossi, á Móeiðarhvoli, Hvolsvelli. Þau keyptu síðan íbúð í Ljósheimum og síðar í Sólheimum.
Guðrún Ísleif lést 1987.
Þau Ingibjörg Sólbjört giftu sig 1993, eignuðust ekki börn, en hún átti tvö börn áður. Þau bjuggu í Safamýri 42.
Hjálmar Ingi lést 2001.

Hjálmar var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (19. desember 1959), var Guðrún Ísleif Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. þar 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.
Börn þeirra:
1. Vignir Þröstur Hjálmarsson vélvirkjameistari, vélfræðingur, sölumaður, rafeindavirki, kerfisfræðingur, er nú kerfisstjóri hjá Hreyfli í Reykjavík, f. 7. nóvember 1959. Fyrrum sambýliskona hans Elma Ósk Óskarsdóttir.
2. Sigríður Svandís Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1961. Fyrrum sambúðarmaður Óskar Frans Óskarsson. Fyrrum sambúðarmaður Sigurgeir Georgsson. Fyrrum maður hennar Hjálmar Gunnarsson.
Barn Guðrúnar og fósturbarn Hjálmars Inga er
3. Jón Svavars verkstjóri, rafvirki, f. 8. apríl 1949 á Faxastíg 23. Kona hans, (skildu), Jóhanna Sigurbjörg Ragnarsdóttir.

II. Síðari kona Hjálmars Inga, (30. janúar 1993), er Ingibjörg Sólbjört Guðmundsdóttir frá Litla-Kambi í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi, f. 2. júní 1931. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 13. september 1890, d. 17. desember 1973, og kona hans Sigurlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. september 1891, d. 12. júní 1982.
Börn Ingibjargar:
4. Svanborg Birna Guðjónsdóttir sölustjóri, f. 20. október 1957. 5. Maður hennar Halldór Jakobsson.
6. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 19. nóvember 1961. Maður Guðjón Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 20. júní 2001. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.