Anna Guðný Eiríksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2019 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2019 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Guðný Eiríksdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Anna Guðný Eiríksdóttir.

Anna Guðný Eiríksdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, kennari fæddist 11. desember 1957.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Ágúst Guðnason frá Vegamótum, skólastjóri, f. 28. mars 1933, d. 26. júní 1987, og kona hans Gunnhildur Bjarnadóttir frá Breiðholti húsfreyja, verslunarmaður, skólaritari, f. 4. apríl 1935, d. 15. febrúar 2017.

Anna Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk námi í Gagnfræðaskólanum, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1977. Anna Guðný lauk BSc-prófi í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands 1981.
Hún var sjúkraþjálfari við Sjúkrahús Vestmannaeyja 1982, Landspítalann 1982 og 1984-1992 (talinn með Barnaspítali Hringsins 1985-1992), KAK‘S klinik Hvidovre í Kaupmannahöfn 1982-1984, hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. í Hafnarfirði frá 1992- 2008. Hún hefur síðan unnið við starfsendurhæfingu Hafnarfjarðarbæjar.
Anna Guðný hefur starfað við stundakennslu í Hjúkrunarskóla Íslands, Háskóla Íslands, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Kennaraháskólann.
Hún hefur verið í ritnefnd Félags íslenskra sjúkraþjálfara 1992-1994 og í fagnefnd 1997 og 1998. Þau Egill giftu sig 1983, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hafnarfirði.

I. Maður Önnu Guðnýjar, (23. apríl 1983), er Egill Jónsson frá Egilsstöðum á Héraði, S-Múl., vélaverkfræðingur, f. þar 13. maí 1957. Foreldrar hans Jón Egill Sveinsson bóndi á Egilsstöðum, f. þar 27. ágúst 1923, og kona hans Magna Jóhanna Gunnarsdóttir húsfreyja frá Beinárgerði á Héraði, f. þar 18. desember 1926, d. 27. júní 2010.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Egilsson tölvunarfræðingur við Arionbanka, f. 11. desember 1980 í Reykjavík. Kona hans er Lena Björk Kristjánsdóttir.
2. Helgi Egilsson svæfingahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, f. 12. júlí 1986 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Rúna Thorarensen.
3. Hildur Egilsdóttir BSc-hátækniverkfræðingur. Er við mastersnám í Gautaborg, f. 10. september 1993 í Reykjavík.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna Guðný.
  • Íslendingabók.is.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.