Páll Símonarson (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. nóvember 2019 kl. 09:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. nóvember 2019 kl. 09:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Páll Símonarson (Ofanleiti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Símonarson frá Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, vinnumaður, síðar bóndi í Blaine í Washingtonríki fæddist 24. júlí 1859 og lést 25. mars 1941 í Blaine. Foreldrar hans voru Símon Guðmundsson bóndi, f. 17. nóvember 1831, d. 18. september 1865, og kona hans Þórunn Samúelsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1833, d. 23. desember 1912.

Páll var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hans lést, er Páll var á sjöunda árinu. Hann ólst upp á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum hjá móður sinni og síðari manni hennar Guðleifi Guðmundssyni bónda.
Páll fluttist undan Eyjafjöllum að Ofanleiti 1886, var vinnumaður þar hjá sr. Stefáni Thordersen og Sigríði konu hans á Ofanleiti 1886 til 1889.
Hann var í Svartahúsi á Seyðisfirði 1890, fór frá Þórarinsstaðaeyri þar til Winnipeg 1892.
Þau Sigríður giftu sig 1895, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu í Blaine í Washingtonríki.
Sigríður lést 1932 og Páll 1941.

I. Kona Páls, (1895), var Sigríður Brynjólfsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja, f. þar 10. september 1868, d. 6. nóvember 1932 í Blaine. Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Frændgarður. Björn Magnússon. Prentsmiðjan Leiftur 1981.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.