Ester Árnadóttir (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. október 2019 kl. 20:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2019 kl. 20:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ester Árnadóttir frá Reykjarhóli í Fljótum í Skagafirði, húsfreyja, leikskólakennari, grunnskólakennari fæddist 27. maí 1941.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Árni Eiríksson frá Reykjarhóli, bóndi, f. 6. desember 1905, d. 28. janúar 1967, og Líney Guðmundsdóttir frá Austurhóli í Fljótum, húsfreyja á Reykjarhóli, f. 27. febrúar 1919.

Fóstbróðir Esterar var Benedikt Frímannsson trésmíðameistari, maður Esterar á Skaftafelli.

Ester var með foreldrum sínum í æsku.
Hún sótti gagnfræðaskóla í Reykjavík og foreldrar hennar fluttu til Reykjavíkur 1962.
Ester varð leikskólakennari 1969 og vann við það, en þau Hilmar giftu sig í Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík 1970 og fluttust til Eyja.
Í Eyjum vann Ester við leikskólakennslu og síðar var hún fengin til að kenna sex ára börnum í Barnaskólanum. Það gerði hún í tíu ár.
Eftir flutning þeirra Hilmars til Reykjavíkur 1987 settist Ester í Kennaraháskólann og lauk námi 1990. Hún kenndi síðan í Folda-, Hamra- og Langholtsskóla, en hætti kennslu 65 ára.
Þau Hilmar eignuðust tvö lifandi börn og eitt andvana fætt barn, bjuggu í Mjölni, Skólavegi 18, fluttu til Reykjavíkur 1987. Þar bjuggu þau á Laugateigi til 2006, en síðan í Hafnarfirði. Hilmar dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést 2016.

I. Maður Esterar, (16. maí 1970), var Jóhann Hilmar Jónasson frá Grundarbrekku, bifreiðastjóri, húsvörður, f. 14. apríl 1934, d. 16. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. andvana 20. desember 1971.
2. Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 23. janúar 1973. Maður hennar Guðmundur Gunnarsson.
3. Árni Ásmundur Hilmarsson rafvirki, f. 10. október 1976. Kona hans er Bohdana Vasyluik frá Ukrainu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.