Reynir Árnason (vélvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. október 2019 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. október 2019 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Reynir Árnason (vélvirkjameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Reynir Árnason vélvirkjameistari, skrifstofumaður fæddist 2. október 1947.
Foreldrar hans voru Árni Stefánsson frá Háreksstöðum á Jökuldalsheiði, bóndi á Uppsölum í Vopnafirði, f. 9. október 1916, d. 16. júlí 1992 og kona hans Elísabet Sigríður Sigurðardóttir frá Háreksstöðum í Vopnafirði, húsfreyja, f. 1. september 1917, d. 27. júní 2017.

Reynir nam vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Völundi, varð meistari í greininni 1965.
Hann vann við greinina hjá Völundi, en fluttist á Vopnafjörð við Gos og hefur verið skrifstofumaður hjá HB Granda.
Þau Guðrún giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ásavegi 5 til Goss.

I. Kona Reynis, (6. maí 1967), er Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 15. mars 1949 á Hofi.
Börn þeirra:
1. Páll Eydal Reynisson líffræðingur í Reykjavík, f. 22. apríl 1966. Ókv.
2. Elísabet Reynisdóttir matvælafræðingur, f. 2. ágúst 1968. Fyrrv. maður hennar Gunnar Hrafn Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.