Sigurður Jónsson (Garðstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. september 2019 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. september 2019 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Jónsson (Garðstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Sigurður Jónsson frá Garðstöðum, bakarameistari í Reykjavík fæddist 25. febrúar 1912 á Garðstöðum og lést 16. apríl 1988.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson útvegsbóndi, ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923.
Stjúpmóðir Sigurðar var Margrét Sigurþórsdóttir, f. 2. janúar 1892 í Holtahreppi, Rang., d. 16. júlí 1962.

Börn Guðrúnar og Jóns:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 14. apríl 1916 á Garðstöðum, d. 22. október 1999.
5. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
6. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
7. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Börn Margrétar stjúpmóður Halldórs:
8. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
9. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
10. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.

Guðrún móðir Ólafs Sigurðar lést, er hann var á tólfta árinu.
Hann lærði bakaraiðn hjá Magnúsi Bergssyni bakarameistara og tók sveinspróf 19 ára, var við framhaldsnám í Danmörku næstu tvö árin.
Sigurður starfaði við Alþýðubrauðgerðina í Reykjavík 1933 til ársins 1942, er hann stofnaði Höfðabakarí með Eðvaldi Bjarnasyni, og Hlíðarbakarí fjórum árum síðar.
Hann stofnaði Bakaríið Austurver við Stigahlíð með Sæmundi syni sínum 1959 og Bakaríið Austurver við Háaleitisbraut 1967.
Sigurður var meðal stofnenda Landssambands bakarameistara og stóð að stofnun Rúgbrauðsgerðarinnar, Sultu- og efnagerð bakara og Eggjabús bakarameistara.
Þau Jóna giftu sig 1935, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu lengst við Auðarstræti 11.
Jóna Þórunn lést 1983 og Ólafur Sigurður 1988.

I. Kona Ólafs Sigurðar, (1935), var Jóna Þórunn Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1916 í Reykjavík, d. 14. maí 1985. Foreldrar hennar voru Sæmundur Þorsteinsson frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 30. maí 1889, 5. nóvember 1923 í Reykjavík, og kona hans Guðrún Marsibil Jónsdóttir frá Eiði í Garði, húsfreyja, f. 1. mars 1893, d. 13. maí 1949.
Barn þeirra:
1. Sæmundur Þorsteinn Sigurðsson bakarameistari í Reykjavík, f. 18. maí 1943, d. 27. janúar 2012. Kona hans Snæfríður R. Jensdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.