Þorsteinn Magnússon (London)
Gissur Þorsteinn Magnússon frá London, húsgagnasmíðameistari fæddist þar 30. júní 1919 og lést 12. nóvember 1983.
Foreldrar hans voru Magnús Ísleifsson byggingameistari, útvegsbóndi, 8. ágúst 1875 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 25. ágúst 1949, og kona hans Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1874 í London, d. 19. september 1945.
Börn Magnúsínu og Magnúsar voru:
1. Ísleifur Theodór Magnússon vélstjóri, f. 27. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966.
2. Guðmundur Ólafur Magnússon bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999.
3. Sigríður Magnúsdóttir kjólameistari, f. 26. nóvember 1911, d. 5. desember 2000.
4. Unnur Halla Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 4. október 1915, d. 21. september 1975.
5. Gissur Þorsteinn Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku, sat tvo vetur í Gagnfræðaskólanum.
Hann nam húsgagnasmíði hjá Gamla Kompaníinu í Reykjavík 1938, lauk sveinsprófi 1942.
Þorsteinn vann sveinn hjá Gamla Kompaníinu, hlaut meistarabréf 1950.
Hann var einn af stofnendum Smiðs hf. í Eyjum, en það fyrirtæki stóð að fjölda bygginga í Eyjum á árunum 1951 til Goss 1973.
Þá varð Þorsteinn verkstjóri og umsjónarmaður bygginga hjá Vestmannaeyjakaupstað frá 1973 til 1977.
Hinn 18. maí 1977 var stofnað Smíðahús Kópavogskaupstaðar og varð Þorsteinn forstöðumaður þeirrar stofnunar, sem átti að annast allt viðhald bæjarbygginga í Kópavogi.
Þau Guðrún giftu sig 1950, eignuðust fimm börn og Guðrún hafði eignast eitt barn áður.
Þau byggðu húsið við Ásaveg 26 og bjuggu þar til Goss, en eftir Gos var húsið rifið. Þau fluttust til Kópavogs og bjuggu að Litlahjalla 7.
Gissur Þorsteinn lést 1983 og Guðrún Anna 2010.
Kona Gissurar Þorsteins, (1950), var Guðrún Anna Gunnarsson húsfreyja, húsvörður, f. 4. maí 1923 í Kaupmannahöfn, d. 25. maí 2010.
Börn þeirra:
1. Elín Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, bókari, síðast í Hafnarfirði, f. 25. september 1951, d. 25. mars 2007. Fyrri maki Sæmundur Vilhjálmsson. Síðari maki Ásmundur Sigvaldason.
2. Magnús Gunnar Þorsteinsson skrifstofustjóri í Eyjum, f. 28. ágúst 1954. Kona Kristín Sigurðardóttir.
3. Sigurður Gunnar Þorsteinsson húsamíðameistari í Reykjavík, f. 5. ágúst 1956. Kona Aldís Gunnarsdóttir.
4. Herdís Magnúsína Þorsteinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari í Kópavogi, f. 27. apríl 1961. Maður hennar Finnur Kristinsson.
5. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, sölustjóri í Reykjavík, f. 14. maí 1968. Sambýlismaður Gunnar Svavarsson.
Barn Guðrúnar með Sveini Ásgeirssyni, og fósturbarn Þorsteins:
6. Bjarni Gunnar Sveinsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 19. maí 1946. Sambýliskona Júlía Leví Gunnlaugsdóttir Björnson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 20. nóvember 1983. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.