Unnur Halla Magnúsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 09:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2022 kl. 09:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Halla Magnúsdóttir.

Unnur Halla Magnúsdóttir frá London, húsfreyja, skrifstofumaður, fæddist þar 4. október 1915 og lést 21. september 1975.
Foreldrar hennar voru Magnús Ísleifsson byggingameistari, útvegsbóndi,. 8. ágúst 1875 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 25. ágúst 1949, og kona hans Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1874 í London, d. 19. september 1945.

Börn Magnúsínu og Magnúsar voru:
1. Ísleifur Theodór Magnússon vélstjóri, f. 27. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966.
2. Guðmundur Ólafur Magnússon bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999.
3. Sigríður Magnúsdóttir kjólameistari, f. 26. nóvember 1911, d. 5. desember 2000.
4. Unnur Halla Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 4. október 1915, d. 21. september 1975.
5. Gissur Þorsteinn Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983.

Unnur Halla var með foreldrum sínum í æsku og enn 1934.
Hún fluttist úr Eyjum, vann skrifstofustörf, var lengi bókhaldari hjá Steypustöðinni og hliðarfyrirtækjum hennar.
Þau Ragnar giftu sig 1936, eignuðust ekki börn. Þau skildu.
Þau Arinbjörn giftu sig 1951, bjuggu í fyrstu í Washington DC, eignuðust þar eitt barn, en skildu.
Hún bjó síðan ásamt Magnúsi syni sínum með Sigríði systur sinni.
Unnur Halla bjó síðast í Stigahlíð 4. Hún lést 1975.

I. Maður Unnar, (23. maí 1936), var Ragnar Sæmundsson Halldórsson fulltrúi hjá Eimskipafélaginu, f. 27. júní 1910 í Stykkishólmi, d. 9. apríl 1978. Foreldrar hans voru Sæmundur Júlíus Halldórsson kaupmaður í Stykkishólmi, f. 3. desember 1861, d. 28. nóvember 1940, og kona hans Magdalena Helga Sörensdóttir Hjaltalín húsfreyja, f. 27. desember 1870 í Stykkishólmi, d. 30. október 1944.
Þau voru barnlaus.

II. Maður Unnar Höllu, (31. desember 1951, skildu), var Arinbjörn Kolbeinsson læknir, dósent, f. 29. apríl 1915 á Úlfljótsvatni í Grafningi, Árn., d. 19. nóvember 2002. Foreldrar hans voru Kolbeinn Guðmundsson bóndi, hreppstjóri og sýslunefndarmaður í Hlíð og á Úlfljótsvatni, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 19. mars 1873, d. 25. mars 1967, og kona hans Geirlaug Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1870, d. 26. apríl 1952.
Barn þeirra:
1. Magnús Eric Kolbeinsson læknir, f. 7. nóvember 1951 í Bandaríkjunum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. september 1975. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.