Guðmundur Ólafur Magnússon (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2019 kl. 15:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2019 kl. 15:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Ólafur Magnússon (London)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Ólafur Magnússon frá London, vélstjóri, bifreiðastjóri fæddist þar 6. júlí 1908 og lést 2. september 1999 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Magnús Ísleifsson byggingameistari, útvegsbóndi, f. 8. ágúst 1875 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 25. ágúst 1949, og kona hans Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1874 í London, d. 19. september 1945.

Börn Magnúsínu og Magnúsar voru:
1. Ísleifur Theodór Magnússon vélstjóri, f. 27. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966.
2. Guðmundur Ólafur Magnússon bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999.
3. Sigríður Magnúsdóttir kjólameistari, f. 26. nóvember 1911, d. 5. desember 2000.
4. Unnur Halla Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 4. október 1915, d. 21. september 1975.
5. Gissur Þorsteinn Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, í London 1910 og enn 1934.
Hann var vélstjóri á Nirði VE 220 um skeið, flutti til Reykjavíkur, Guðmundur var leigubílstjóri í Reykjavík 1929-1987 og einn af stofnendum bifreiðastjórafélagsins Hreyfils.
Þau Guðmunda Áslaug Ingibjörg giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn.
Áslaug lést 1991 og Guðmundur Ólafur 1999.

I. Kona Guðmundar Ólafs, (31. desember 1941), var Guðmunda Áslaug Ingibjörg Friðbjörnsdóttir frá Vík í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 1. október 1913, d. 3. desember 1991. Foreldrar hennar voru Friðbjörn Þorsteinsson frá Vík í Fáskrúðsfirði, bóndi, f. 8. ágúst 1891 á Flugu í Breiðdal, d. 8. febrúar 1977, og kona hans Guðný Guðjónsdóttir frá Kömbum í Stöðvarfirði, húsfreyja, f. þar 7. desember 1891, d. 26. desember 1973.
Börn þeirra:
1. Eygló Fjóla Guðmundsdóttir tanntæknir, f. 21. ágúst 1939. Maður hennar Jóel Hreiðar Georgsson.
2. Maggý Guðmundsdóttir bankastarfsmaður, f. 9. júlí 1942, gift Agli Egilssyni.
3. Guðný Björg Guðmundsdóttir hárgreiðslukona, f. 18. nóvember 1947, gift Erlendi Steingrímssyni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.