Runólfur Þórðarson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2024 kl. 10:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2024 kl. 10:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Runólfur Þórðarson.

Runólfur Þórðarson frá Þrúðvangi, efnaverkfræðingur, verksmiðjustjóri fæddist þar 30. september 1927 og lést 13. mars 2024.
Foreldrar hans voru Þórður Bjartmar Runólfsson járnsmiður, vélfræðingur, kennari, öryggismálastjóri, f. 15. september 1899 í Saltvík á Kjalarnesi, d. 31. júlí 1994, og kona hans Sigríður Júlíana Gísladóttir frá Eyjarhólum, húsfreyja, f. 29. júlí 1904 í Hlíð, d. 7. október 1991.

Runólfur varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1947, tók B.S.-próf í efnaverkfræði í Illinois Tech í Chicago í Bandaríkjunum 1951, M.S.-próf í efnaverkfræði í University of Wisconsin þar 1952, framhaldsnám í sjálfvirkni og bestun við sama skóla 1964-1965.
Runólfur var verkfræðingur hjá Áburðarverksmiðjunni h.f. 1952-1957, verksmiðjustjóri 1957-1994, stundakennari við Tækniskóla Íslands 1968-1984.
Hann hefur setið í ýmsum faglegum nefndum á vegum ríkisins, verið formaður Tónlistarfélags Kópavogs og skólanefndar Tónlistarskóla Kópavogs frá 1970. Hefur setið í stjórn Kammermúsikklúbbsins frá 1981 (1996). Þau Hildur giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Kópavogi.
Hildur lést 2007 og Runólfur 2024.

I. Kona Runólfs, (15. júlí 1950), var Hildur Halldórsdóttir frá Garðakoti í Hjaltadal, húsfreyja, skrifstofustjóri, f. þar 16. nóvember 1927, d. 27. janúar 2007. Foreldrar hennar voru Halldór Gunnlaugsson bóndi, síðar kaupmaður og oddviti í Hveragerði, f. 12. október 1899 í Minna-Holti í Holtshreppi í Skagaf., d. 18. maí 1962, og kona hans, (skildu) Ingibjörg Jósefsdóttir frá Bjarnastöðum í Hólahreppi í Skagafirði, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. þar 17. maí 1889, d. 9. nóvember 1979.
Börn þeirra:
1. Sigrún Halla Runólfsdóttir húsfreyja í Kópavogi, ræstitæknir, f. 8. desember 1952 í Reykjavík. Maður Rúnar Jónsson.
2. Þórunn Inga Runólfsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur í Reykjavík, f. 31. mars 1954. Maður Alfreð Ómar Ísaksson.
3. Ásdís Hildur Runólfsdóttir lágfiðluleikari og tónlistarkennari í Reykjavík. Barnsfaðir hennar Örn Karlsson.
4. Þórður Runólfsson verkfræðingur, prófessor í Baltimore í Bandaríkjunum, f. 22. maí 1959. Kona Anna Sigrúnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.