Þór Engilbertsson
Þór Engilbertsson húsasmíðameistari fæddist 16. apríl 1954 í Hljómskálanum við Hvítingaveg.
Foreldrar hans eru Engilbert Ottó Sigurðsson sjómaður, f. 14. maí 1931 á Brekastíg 23, og kona hans Guðríður Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1931 í Vík í Mýrdal.
Börn Guðríðar og Engilberts:
1. Kolbrún Engilbertsdóttir sjúkrahússtarfsmaður í Reykjavík, f. 16. júlí 1952 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.
2. Þór Engilbertsson húsasmíðameistari og verktaki, eigandi byggingafyrirtækisins Tvö-Þ í Eyjum, f. 16. apríl 1954 í Hljómskálanum.
Barn Guðríðar fyrir hjónaband:
3. Jón Ragnar Sævarsson sjómaður, verkamaður, f. 27. júlí 1948 á Þykkvabæjarklaustri.
Þór ólst upp með foreldrum sínum, var með þeim í Hljómskálanum, með foreldrum sínum á Brekastíg 23, síðan á Fjólugötu 7.
Hann lærði húsasmíðar. Meistari hans var Guðmundur Guðmundsson. Þór lauk sveinsprófi 1982 og fékk meistararéttindi 1985, nam í Meistarskólanum 1987.
Hann keypti síðar húsið við Ásaveg 23, illa farið eftir Gosið 1973. Þór endurbyggði það.
Þór er byggingaverktaki og reka þau Una fyrirtækið 2-Þ ehf. í Eyjum.
Þau Una giftu sig 1994, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hafnarfirði, fluttu til Eyja 1989 og hafa búið síðan á Ásavegi 23.
I. Fyrrum sambúðarkona Þórs er Hjördís Sigurbergsdóttir ljósmóðir, f. 25. desember 1952.
Barn þeirra er
1. Ottó Þórsson tannlæknir í Danmörku, f. 11. ágúst 1977. Kona hans Steinunn Þóra Guðnýjardóttir.
II. Barnsmóðir Þórs er Sigríður Jóhanna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. október 1959 í Reykjavík.
Barn þeirra er
2. Gunnar Þór Þórsson lögreglumaður í Reykjavík, f. 19. september 1989. Kona hans Sunna Jóhannsdóttir.
III. Kona Þórs, (25. júní 1994 ), er Una Þóra Ingimarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður f. 17. apríl 1962.
Börn þeirra eru:
3. Tinna Ósk Þórsdóttir starfsmaður á Sjúkrahúsinu, f. 18. desember 1990. Maður hennar Valur Smári Heimisson.
4. Alma Rós Þórsdóttir starfsmaður á skrifstofu ferjunnar Herjólfs, f. 30. júní 1995. Sambúðarmaður hennar Birkir Hlynsson.
5. Þórdís Eva Þórsdóttir starfsmaður á leikskóla, nemandi, f. 30. mars 1999. Sambúðarmaður hennar Hafsteinn Valdimarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1986.
- Þór.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.