Sigríður Ragnarsdóttir (leikskólakennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Ragnarsdóttir (leikskólakennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari fæddist 21. febrúar 1960 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri f. 9. apríl 1924 á Gerðisstekk í Norðfirði, d. 26. mars 1991, og kona hans Pálína Jónsdóttir frá Norðurhjáleigu í Álftaveri, V-Skaft., húsfreyja, f. 23. janúar 1923, d. 7. ágúst 2010.

Börn Pálínu og Ragnars voru:
1. Þórunn Ragnarsdóttir húsfreyja, BSc-sjúkraþjálfari, f. 3. júlí 1957 á Landspítalanum.
2. Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 21. febrúar 1960.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, á Strönd til 1969, Bakkastíg 4 til Goss, en það hús lenti undir hrauni. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og síðan í Kópavog, en flutti aftur til Eyja 1974. Þau keyptu húsið að Höfðavegi 46 og bjuggu þar.
Sigríður nam í Fósturskóla Íslands, lauk námi 1986, hefur síðan unnið við leikskóla í Eyjum, var um skeið leikskólastjóri. Þau Jón bjuggu í Reykjavík 1982-1986 meðan hann var við iðnnám og hún í Fósturskólanum.
Þau bjuggu á Foldahrauni 41a og á síðan Höfðavegi 46.
Jón lést 2003.

I. Maður Sigríðar, ( 1. ágúst 2003), var Jón Oddsson smiður, sjómaður, f. 14. júni 1958 á Brimnesi við Siglufjörð, d. 3. ágúst 2003.
Börn þeirra:
1. Ragna Kristín Jónsdóttir leikskólakennari á Akureyri, f. 27. apríl 1982 á Akureyri. Maður hennar er Jóhann Rúnar Sigurðsson.
2. Hafþór Jónsson kennari, sjómaður, starfsmaður Íþróttahússins, f. 11. ágúst 1988. Kona hans er Linda Ósk Hilmarsdóttir.
3. Bryndís Jónsdóttir íþróttafræðingur, er í framhaldsnámi við Háskólann á Akureyri, f. 9. janúar 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.