Jón Oddsson (smiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Oddsson.

Jón Oddsson frá Brimnesi á Siglunesi fæddist 14. júní 1958 og lést 3. ágúst 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Oddur Jónsson frá Siglunesi, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 6. desember 1930, d. 27. mars 2006, og kona hans Svava Aðalsteinsdóttir húsfreyja, starfsstúlka á Sjúkrahúsinu á Siglufirði, f. 29. janúar 1936 í Fljótum í Skagafirði.

Jón var með foreldrum sínum á Brimnesi til 1959, síðan á Siglufirði.
Hann lauk grunnskólanámi á Siglufirði, lærði húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1985.
Hann fluttist til Eyja um 1977, vann við sjómennsku á Sigurði VE og smíðar hjá Steina og Olla.
Þau Sigríður giftu sig 2003, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík 1982-1986 meðan hann var við iðnnám og hún í Fósturskólanum.
Þau bjuggu á Foldahrauni 41a og á síðan Höfðavegi 46.
Jón lést 2003.

I. Kona Jóns, (1. ágúst 2003 ), er Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 21. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Ragna Kristín Jónsdóttir leikskólakennari á Akureyri, f. 27. apríl 1982 á Akureyri. Maður hennar er Jóhann Rúnar Sigurðsson.
2. Hafþór Jónsson kennari, sjómaður, starfsmaður Íþróttahússins, f. 11. ágúst 1988. Kona hans er Linda Ósk Hilmarsdóttir.
3. Bryndís Jónsdóttir íþróttafræðingur, er í framhaldsnámi við Háskólann á Akureyri, f. 9. janúar 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.