Gyða Magnúsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2020 kl. 12:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2020 kl. 12:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gyða Margrét Magnúsdóttir.

Gyða Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 5. nóvember 1942 á Stóra-Gjábakka, Bakkastíg 8.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson kennari, skólastjóri, f. 6. ágúst 1916 í Bolungarvík, d. 6. júní 2012 í Reykjavík, og kona hans Jónína Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 12. febrúar 1918 á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði og lést 14. maí 2013 í Reykjavík.

Börn Sigrúnar og Magnúsar:
1. Gyða Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 5. nóvember 1942 á Stóra-Gjábakka.
2. Jón Magnússon lögfæðingur, hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi alþingismaður, f. 23. mars 1946 á Akranesi.

Gyða var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfæðaskólanum við Vonarstræti 1958 stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík tvo vetur og lauk hjúkrunarnámi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1965, stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun við Landspítalann 1. nóvember 1966 – 30. maí 1967 og 1. apríl 1968 - 1. september 1968, lauk námi í kennslu- og uppeldisfræði fyrir hjúkrunarfræðinga við Kennaraháskóla Íslands 1979, BSc. í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands 1994.
Gyða var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akranesi 1. apríl 1965 til 1. október 1965, við handlæknisdeild Landspítalans 15. október 1965 til 9. apríl 1966, Danderyds sjukhus í Danderyd í Svíþjóð gjörgæsludeild 14. apríl 1966 til 1. september 1966.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Landakoti september 1969- febrúar 1970, stundakennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands september 1980 - maí 1982, kennari við Sjúkraliðaskóla Íslands janúar 1981 - ágúst 1984, hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild Borgarspítalans september 1984 - desember 1995, í Blóðbankanum 1996 til starfsloka.
Þau Ársæll giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn, búa í Reykjavík.

I. Maður Gyðu Margrétar, (5. nóvember 1966), er Ársæll Jónsson lyflæknir, öldrunarlæknir, f. 14. nóvember 1939. Foreldrar hans voru Jón Steingrímsson stýrimaður og skipstjóri í Reykjavík og víðar, lengst af hjá sænsku skipafélagi, síðar í Keflavík, f. 27. júlí 1914, d. 29. janúar 2004, og kona hans Þórgunnur Ársælsdóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, f. 2. júlí 1915, d. 6. janúar 1972.
Börn þeirra:
1. Þórgunnur Ársælsdóttir læknir, f. 16. júlí 1967 í Reykjavík. Maður hennar er Ragnar Jónsson bæklunarlæknir, f. 14. október 1952.
2. Magnús Ársælsson, f. 1. maí 1970, ókv.
3. Árni Ársælsson, f. 3. ágúst 1975, ókv.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gyða.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.