Rafn Árnason (Gröf)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2019 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Rafn Árnason frá Gröf, stýrimaður fæddist 31. janúar 1923 á Þingvöllum og lést 7. mars 1958.
Foreldrar hans voru Árni Magnús Sigfússon bakari, síðar varðmaður, f. 17. júní 1894, d. 17. apríl 1978, og kona hans Árný Friðriksdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.

Börn Árnýjar og Árna Sigfússonar:
1. Rafn Árnason stýrimaður, f. 30. janúar 1923 á Þingvöllum, dó Vestanhafs 7. mars 1958.
2. Benóný Árnason, f. 2. nóvember 1924 á Þingvöllum, tökubarn á Haðarstíg 15 í Reykjavík 1930, d. 18. ágúst 1946.
3. Friðrik Árnason, f. 12. október 1926 í Rafnsholti, d. 7. mars 1929 í Haga.

Börn Árnýjar og Jóns Bjarnasonar:
4. Þorbjörg Fanný Jónsdóttir, f. 10. október 1928, d. 5. september 1931.
5. Guðrún Kolbrún Jónsdóttir, f. 20. september 1929 í Viðey.
6. Hilmar Jónsson, f. 6. ágúst 1930 í Valhöll.

Barn Árnýjar og Halldórs Jóns Þorleifssonar:
7. Gestur Heiðar Halldórsson, f. 1. júlí 1937, d. 4. mars 2018.

Foreldrar Rafns skildu og hann ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Gröf.
Hann lauk þriðja bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1940.
Hann kvæntist Sóleyju Svanfríði, eignaðist með henni tvö börn, bjó í Reykjavík.
Rafn var stýrimaður á Tröllafossi, er hann drukknaði í höfninni í New York 1957.

I. Kona Rafns er Sóley Svanfríður Sveinsdóttir frá Neðri-Grund í N-Ís, húsfreyja, f. 18. mars 1927. Foreldrar hennar voru Hallfríður Jóhannesdóttir, síðar húsfreyja á Ísafirði og í Hafnarfirði, f. 10. september 1903, d. 11. október 1988, og barnsfaðir hennar Sveinn Guðmundsson bóndi í Hveravík, Strand. og verkamaður í Keflavík, f. 17. janúar 1897, d. 15. desember 1969. Börn þeirra:
1. Árni Rafnsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri og eigandi Dentalia 1982-2004, f. 26. september 1952. Kona hans er Sigríður Ólafsdóttir.
2. Oddný Rafnsdóttir húsfreyja, tækniteiknari, tanntæknir, f. 21. júlí 1950. Fyrri maður hennar var Baldur Jóhann Jóelsson. Sambýlismaður Oddnýjar er Pálmi Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.