Árni Sigfússon (Þingvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Magnús Sigfússon bakari, varðmaður fæddist 17. júní 1894 í Keflavík og lést 17. apríl 1978.
Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson sjómaður, f. 29. maí 1861 í á Vatnsnesi í Njarðvíikursókn, Gull., d. 30. janúar 1944, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1861 í Tumakoti í Kálfatjarnarsdókn í Gull., d. 13. mars 1938.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, kom til Rvk með foreldrum sínum frá Grund í Hafnarfirði 1905, var bakaralærlingur hjá foreldrum sínum á Frakkastíg 20 í Rvk 1910, bakari á Ásvallagötu 29 1930. Hann var varðmaður í Rvk 1945.
Þau Árný giftu sig 1922, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Þingvöllum, en skildu.
Árni lést 1978.

I. Kona Árna Magnúsar, (1922, skildu), var Árný Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.
Börn þeirra:
1. Rafn Árnason stýrimaður, f. 31. janúar 1923 á Þingvöllum, dó Vestanhafs 7. mars 1958. Kona hans er Sóley Svanfríður Sveinsdóttir.
2. Benóný Árnason, f. 2. nóvember 1924 á Þingvöllum, tökubarn á Haðarstíg 15 í Reykjavík 1930, d. 18. ágúst 1946.
3. Friðrik Árnason, f. 12. október 1926 í Rafnsholti, d. 7. mars 1929 í Haga.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.