Pompei Norðursins
Sumarið 2005 hófst uppgröftur húsa sem fóru undir vikur og hraun í gosinu árið 1973. Nafnið kemur frá því að hin ítalska borg Pompei varð undir hrauni og vikri á sínum tíma. Alveg frá upphafi gossins var Vestmannaeyjabæ líkt við Pompei.
Fyrsta húsið sem var grafið upp í verkefninu var Suðurvegur 25, en húsin við Suðurveg fóru mjög snemma í gosinu undir vikur, og varðveittust mjög vel þannig.
Annað húsið kom í ljós 7. júlí 2006 og var það Suðurvegur 16. Þriðja húsið kom í ljós 25. júlí 2006 og var það Suðurvegur 18.
- „Húsin við Suðurgötu og Búastaðabraut voru öll á kafi í vikrinum og víða sást aðeins í húsmæna og skorsteina.
- Landslagið austan við Helgafellsbraut hafði tekið miklum breytingum og var orðið mjög torkennilegt og sums staðar óþekkjanlegt. Vikurinn huldi hús og brunarústir, og ef litið var til austurs og norðurs frá Nýjabæ var landið og túnin horfin í eina samfellda vikursléttu.“ -- Úr „Vestmannaeyjar byggð og eldgos“ (bls 268).
Heimildir
- Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1973.