Jón Steinar Traustason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2019 kl. 20:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2019 kl. 20:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Steinar Traustason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jón Steinar Traustason.

Jón Steinar Traustason garðyrkjufræðingur, verkamaður fæddist 3. desember 1941 á Hásteinsvegi 9 og lést 24. febrúar 2018.
Foreldrar hans voru Trausti Jónsson frá Mörk við Hásteinsveg, verslunarmaður, bifreiðastjóri, útgerðarmaður, kirkjugarðsvörður, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994, og kona hans Ágústa Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 14. ágúst 1919, d. 27. desember 1989.

Börn Ágústu og Trausta:
1. Haraldur Traustason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. nóvember 1939 í Garðshorni, d. 13. júní 1993. Kona hans er Edda Tegeder.
2. Jón Steinar Traustason, f. 3. desember 1941 á Hásteinsvegi 9, d. 24. febrúar 2018, ókv., barnlaus.
3. Ágústa Traustadóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1943 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar Guðmundur Björn Sigurgeirson.
4. Brynja Traustadóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1944 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar, (skildu), Sigurður Hafsteinsson.
5. Óli Ísfeld Traustason, f. 6. október 1945 á Hásteinsvegi 9. Hann býr í Bandaríkjunum. Kona hans Bonnie Harvey.
6. Steinunn Traustadóttir húsfreyja, f. 14. desember 1948 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar Skarphéðinn H. Einarsson.
7. Ásta Traustadóttir húsfreyja, f. 26. október 1950 á Hásteinsvegi 9. Maður hennar Sigurður Stefánsson.
8. Trausti Ágúst Traustason, f. 19. mars 1952 á Sjúkrahúsinu, d. 31. október 1969.

Jón Steinar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og lauk þaðan prófi 1968 í skrúðgarðyrkju. Á námsárunum vann hann við garðyrkju í Reykjavík.
Að námi loknu vann hann í fiskvinnslu á veturna, en vann með föður sínum hjá Kirkjugarði Vestmannaeyja á sumrin fram að Gosi.
Í gosinu vann hann við hreinsun bæjarins, en hafði aðsetur í Þorlákshöfn þar sem foreldrar hans voru um sinn. Eftir Gos vann hann við fiskiðju hjá ýmsum aðilum, þar til hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests.
Jón Steinar var virkur félagi í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og Alþýðubandalaginu í Eyjum.
Hann bjó hjá foreldrum sínum að Hásteinsvegi 9 við Gos, fluttist til Reykjavíkur 2012, bjó á Þangbakka 10, uns hann fluttist á hjúkrunarheimilið í Skógarbæ í Mjódd og lést þar 2018.
Jón Steinar var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.