Yngvi Guðnason (Heiðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2019 kl. 21:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2019 kl. 21:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Yngvi Guðnason á Yngvi Guðnason (Heiðardal))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Yngvi Guðnason frá Heiðardal, vélvirkjameistari í Reykjavík fæddist 25. júlí 1941 í Heiðardal.
Móðir hans var Anna Hjálmarsdóttir vinnukona, f. 10. febrúar 1923, d. 13. janúar 1995.
Kjörforeldrar Yngva voru Guðni Tómas Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. september 1906 í Reykjavík, d. 2. apríl 1995 á Hrafnistu í Reykjavík, og Júlía Gróa Gísladóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1904 í Sjávargötu á Eyrarbakka, d. 6. maí 1993.

Yngvi var með foreldrum sínum. Hann lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni, fékk meistararétindi 25. febrúar 1970.
Yngvi vann hjá Vélsmiðju Bernharðs Hannessonar um skeið, en síðan sjálfstætt í Vélsmiðju Viðars og Eiríks, sem hann eignaðist hlut í. Síðan rak hann fyrirtækið Stálhurðir h.f. í Hafnarfirði með Eiríki.
Hann eignaðist einn reksturinn og flutti á Dalveg í Kópavogi, þar sem hann starfaði síðan.
Þau Hulda giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Æsufelli í Reykjavík.

I. Kona Yngva, (16. desember 1966), er Hulda Þorsteinsdóttir frá Arnarfelli, Skólavegi 29, húsfreyja, f. þar 16. febrúar 1940.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Yngvason prentsmiður í Hafnarfirði, rekur prentsmiðju með öðrum, f. 22. desember 1965. Kona hans er Jónína Guðmundsdóttir.
2. Júlía Yngvadóttir húsfreyja, matráðskona, f. 15. ágúst 1967. Maður hennar er Hjalti Kristjánsson.
3. Guðni Yngvason verkamaður, f. 18. september 1970. Kona hans var Sunna Guðnadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. apríl 1995. Minning Guðna Tómasar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Yngvi.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.