Óli Sveinn Bernharðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. mars 2019 kl. 20:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. mars 2019 kl. 20:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óli Sveinn Bernharðsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Óli Sveinn Bernharðsson.

Óli Sveinn Bernharðsson frá Ólafsfirði, vélstjóri fæddist þar 27. nóvember 1937 og lést 23. ágúst 2018.
Foreldrar hans voru Bernharð Ólafsson frá Hjalteyri við Eyjafjörð, vélstjóri, f. 14. nóvember 1906, d. 13. janúar 1990, og kona hans Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir frá Ólafsfirði, húsfreyja, f. 22. apríl 1908, d. 6. júní 1964.

Óli Sveinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam málaraiðn hjá Sigmundi Jónssyni á Ólafsfirði og við iðnskólann.
Umm tvítugt fluttist hann til Eyja, lauk vélstjóranámi í Vélskóla Íslands og var vélstjóri, lengi á Hugin VE og síðar á Lóðsinum hjá Vestmannaeyjahöfn.
Þau Margrét giftu sig 1961, eignuðust tvö börn, og Hrafnhildur, barn Margrétar, ólst upp hjá þeim.
Þau bjuggu í fyrstu í Jómsborg, byggðu húsið Búastaðabraut 15 og bjuggu þar við Gos 1973.
Í Keflavík bjuggu þau sex mánuði, en fluttu til Eyja í janúar 1974, byggðu húsið Hátún 10 og þar bjuggu þau síðan.
Margrét lést 2014 og Óli Sveinn 2018.

I. Kona Óla Sveins, (20. maí 1961), var Margrét Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja, f. 24. janúar 1932, d. 5. febrúar 2014.
Börn þeirra:
1. Bernharð Ólason verkfræðingur, f. 25. mars 1967, kvæntur Soffíu Eiríksdóttur.
2. Hafþór Ólason rafvirki, f. 14. desember 1971, í sambúð með Bryndísi Hauksdóttur.
Uppeldisdóttir Óla Sveins er
1. Hrafnhildur Hlöðversdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 12. júlí 1953.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 15. september 2018. Minning.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.