Guðrún Kristín Antonsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. febrúar 2022 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. febrúar 2022 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Kristín Antonsdóttir.

Guðrún Kristín Antonsdóttir frá Þingeyri, húsfreyja og kennari í Reykjavík fæddist 27. október 1945 á Þingeyri.
Foreldrar hennar voru Anton Jónsson skipasmiður, f. 4. febrúar 1924 í Reykjavík, d. 18. janúar 2009 og kona hans Aðalheiður Sigurjónsdóttir frá Þingeyri, húsfreyja, f. 16. maí 1926.
Fósturforeldrar hennar voru Sigurbjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja móðursystir hennar og maður hennar Bogi Ólafsson skipstjóri.

Börn Antons og síðari konu hans Mörtu Kristjánsdóttur:
1. Karl Antonsson, f. 10. ágúst 1954. Kona hans er Hrafnhildur Jónsdóttir.
2. Eygló Antonsdóttir, f. 19. nóvember 1957. Maður hennar er Ólafur Arthúrsson.
3. Helen Antonsdóttir, f. 7. desember 1960. Maður hennar er Þórhallur Guðmundsson.
4. Guðrún Antonsdóttir, f. 25. júní 1964. Maður hennar er Sæbjörn Þórarinsson.
Börn Aðalheiðar og síðari manns hennar Gísla Ólafssonar:
5. Margrét Gísladóttir húsfreyja, lyfjafræðingur, f. 15. desember 1953. Maður hennar er Haukur Halldórsson.
6. Grettir Gíslason framkvæmdastjóri og eigandi Töskuviðgerðarinnar ehf., f. 12. júlí 1958. Kona hans er Sigríður Magnúsdóttir.

Barn Sigurbjargar Sigurjónsdóttur og Boga Ólafssonar:
1. Jón Örn Bogason loftskeytamaður, f. 7. apríl 1933. Kona hans er Hólmfríður Jensdóttir.
Fósturbörn Sigurbjargar og Boga:
2. Guðrún Kristín Antonsdóttir húsfreyja, kennari, f. 27. okt. 1945, dóttir Antons Jónssonar og Aðalheiðar Sigurjónsdóttur, systur Sigurbjargar.
3. Sigurbjörg A. Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. okt. 1953, dóttir Jóns Arnar sonar þeirra og Halldóru Mikkalínu Helgadóttur. Maður hennar er Marteinn Svanberg Karlsson.

Guðrún Kristín fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1948. Þau skildu 1951.
Guðrún Kristín tók landspróf 1962, kennarapróf 1966. Hún var gestanemandi Kennaraháskólans í V-Berlín (uppeldisfræði, kennslufræði og um forskólann) 1970-1972.
Hún var kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík 1966-1967, Barnaskóla Siglufjarðar 1973-1975, Árbæjarskóla í Reykjavík frá 1975-2016.
Guðrún Kristín var búsett í V-Berlín 1967-1973, var ritari við Max-Planck-Institut für Wissenscaftliche Forschung og vann við skólarannsóknadeild stofnunarinnar í 3-4 ár.
Þau Þórður giftu sig 1967, eignuðust Frey 1973. Þau skildu. Þau Stefán eignuðust Aðalheiði Stellu 1987.

Guðrún Kristín er þrígift.
I. Fyrsti maður hennar, (9. september 1967, skildu) var Þórður Vigfússon hagverkfræðingur, f. 5. febrúar 1945 á Patreksfirði, d. 18. febrúar 2009. Foreldrar hans voru Vigfús Þórðarson skipstjóri, f. 23. júní 1913 í Reykjavík, d. 24. apríl 1968, og kona hans Arnfríður Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1911 í Eyjafirði, d. 5. mars 1991.
Barn þeirra er
1. Freyr Þórðarson M.Sc.-viðskiptafræðingur, f. 27. maí 1973. Kona hans er Vera Víðisdóttir.

II. Maður Guðrúnar Kristínar, skildu, er Stefán Ásgeirsson flugvélstjóri, f. 9. júlí 1947. Foreldrar hans voru Ásgeir Jóhann Þorleifsson frá Þverá í Miklaholtshreppi, flugstjóri, f. 2. febrúar 1921 í Syðra-Skógarnesi þar, d. 30. október 2007, og sambýliskona hans Ingibjörg Ásta Stefánsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1917 á Mýrum í V-Hún., d. 25. febrúar 1998.
Barn þeirra er
2. Aðalheiður Stella Stefánsdóttir ferðamálafræðingur, atvinnuflugnemi, f. 6. desember 1987. Maður hennar er Jón Garðar Jensson.

III. Maður Guðrúnar Kristínar, (28. ágúst 1976, skildu), var Rafn Haraldsson stýrimaður, f. 5. september 1938, d. 6. janúar 2007. Foreldrar hans voru Haraldur Björnsson skipstjóri í Reykjavík, f. 3. júní 1903 á Akureyri, d. 14. ágúst 1983, og fyrri kona hans Jónína Þóra Eggertsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1910 á Sauðadalsá á Vatnsnesi, d. 12. febrúar 1963.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Aðalheiður Stella.
  • Guðrún Kristín.
  • Magnús Haraldsson
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.