Sigurður Marinósson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júní 2022 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júní 2022 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Marinósson.

Sigurður Emil Marinósson forstjóri, iðnrekandi fæddist 21. október 1929 að Hvoli við Urðaveg og lést 15. ágúst 2014 í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906 á Ísafirði, d. 22. júlí 1983 í Reykjavík, og fyrri kona hans Þórunn Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948.

Börn Jakobínu og Marinós:
1. Sigurður Emil Marinósson iðnrekandi, forstjóri, stofnandi Sælgætisgerðarinnar Mónu, f. 21. október 1929 á Hvoli við Urðaveg d. 15. ágúst 2014. Kona hans var Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. júní 1929
2. Agnes Marinósdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1931 á Hvoli við Urðaveg, d. 16. júlí 2010. Maður hennar var Kristinn Hannes Guðbjartsson loftskeytamaður, varðstjóri, f. 4. apríl 1922, d. 29. maí 1993.
3. Jón Valur Marinósson rafvélavirkjameistari, forstjóri, stofnandi og rekandi Bílarafs, f. 11. nóvember 1941 á Ásavegi 5, d. 1. júní 2022. Kona hans er Sabine Dolores Marth húsfreyja, sérkennari, f. 10. febrúar 1948 í Þýskalandi.
Barn Marinós og síðari konu hans Hjördísar Ólafsdóttur:
4. Valgerður Marinósdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 29. september 1957. Maður hennar er Valdimar G. Guðmundsson byggingafræðingur.

Sigurður ólst upp með foreldrum sínum.
Hann fluttist með þeim til Reykjavíkur 1946, lauk loftskeytaprófi 1948 og símritaraprófi 1953, vann hjá Landsímanum 1948-1961, m.a. á Reykjavíkurradíói, Borðeyri, Brú í Hrútafirði, Vestmannaeyjum, ritsímanum í Reykjavík og á fjarskiptastöðinni í Gufunesi.
Sigurður stofnaði og rak Sælgætisgerðina Mónu í Hafnarfirði frá 1958. Hann sat um skeið í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda.
Þau Ágústa Kristín giftu sig 1958 og eignuðust sjö börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári.
Sigurður dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Boðaþingi í Kópavogi og lést 2014.

I. Kona Sigurðar, (1950), var Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 1. júní 1929 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson frá Tjörnum u. V-Eyjafjöllum, úrsmiður í Reykjavík, f. 29. janúar 1897, d. 22. september 1969, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Seljavöllum u. A-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 16. maí 1893, d. 11. mars 1987.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 1952, d. 1952.
2. Jakobína Edda Sigurðardóttir MSc viðskiptafræðingur, rekstrarfræðingur, sjúkraþjálfari, f. 13. október 1954. Maður hennar er Gunnar Eiríksson.
3. Gunnar Sigurðsson vélfræðingur, starfar hjá Eimskip, f. 22. febrúar 1957. Kona hans er Hólmfríður Þorvaldsdóttir.
4. Emilía Sigurðardóttir, f. 16. maí 1958, húsfreyja, félagsráðgjafi, starfar við barnavernd hjá Óslóarborg í Noregi. Maður hennar, (skildu 1989), var James Stewart Johnson.
5. Ágúst Sigurður Sigurðsson MSc efnafræðingur, verksmiðjustjóri hjá Freyju ehf, f. 19. september 1960. Kona hans er Aðalheiður Ólafsdóttir.
6. Hjalti Sigurðsson prentsmiður, tölvutæknir, vinnur hjá Ísl. erfðagreiningu, f. 28. september 1965. Kona hans er Hrönn Hrafnsdóttir.
7. Sigurjón Atli Sigurðsson tölvunarfræðingur, þróunarstjóri hjá LS Retail, f. 26. júlí 1972. Kona hans er Jóney Hrönn Gylfadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. september 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.