Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2018 kl. 16:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2018 kl. 16:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð í Garðhúsum, húsfreyja, kaupmaður fæddist 13. febrúar 1926.
Foreldrar hennar voru Grímur Kristrúnus Jósefsson járnsmiður, verkamaður í Kálfakotshúsi við Laugaveg í Reykjavík, f. 16. september 1891, d. 10. febrúar 1961, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1884, d. 17. desember 1947.

Systir Berthu var
1. Jósebína Grímsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1921, d. 28. desember 1993.

Bertha var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Kálfakotshúsi 1930.
Hún bjó á Njálsgötu 106 við fæðingu Halldórs 1947 og á Rauðarárstíg 3 við fæðingu Kristins 1949. Þau Jón giftu sig í Eyjum 1948 og fluttust þangað 1951, eignuðust sex börn.
Þau bjuggu í Garðhúsum, fluttust í Garðabæ við Gosið 1973.
Bertha og Jón stofnuðu og ráku skermagerð í Reykjavík frá árinu 1973, Skermagerð Berthu. Bertha rak hana síðan meðan kraftar entust.

Börn þeirra:
1. Halldór Waagfjörð vélstjóri, vélvirkjameistari, útgerðarmaður, f. 2. maí 1947 í Reykjavík. Kona hans var Ásta Þorvaldsdóttir, látin.
2. Kristinn Waagfjörð bakari, múrarameistari í Mosfellsbæ, f. 27. nóvember 1949 í Reykjavík. Kona hans er Hjördís Sigmundsdóttir, og Önnu Hörleifsdóttur frá Skáholti.
3. Þorvaldur Waagfjörð sjómaður, f. 3. júní 1952, d. 16. september 1979 af slysförum. Kona hans var Sigríður Tómasdóttir.
4. Grímur Rúnar Waagfjörð rafvirki í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1956. Kona hans er Helga Gunnarsdóttir.
5. Þorsteinn Waagfjörð frystivélavirki í Garðabæ, rekur fyrirtækið Frystitækni ehf., f. 27. apríl 1962. Kona hans er Sigrún Snædal Logadóttir.
6. Rósa María Waagfjörð húsfreyja í Reykjavík, f. 29. nóvember 1966. Sambýlismaður hennar var Hreiðar H. Hreiðarsson. Barn Jóns fyrir hjónaband:
7. Már Viktor Jónsson bifvélavirki, f. 5. desember 1940. Kona hans var Þyrí Hólm, látin. Sambýliskona hans var Sonja Ólafsdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.