Ragnheiður Þorvarðardóttir (Áshamri)
Ragnheiður Þorvarðardóttir Árnadóttir (Stella), húsfreyja fæddist 14. apríl 1930 í Reykjavík og lést 9. mars 2013 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Árni Björn Diðriksson Knudsen, f. 22. október 1895, d. 8. apríl 1975, og Ragnheiður Þorvarðardóttir, f. 6. júní 1909, d. í desember 1931.
Ragnheiður missti móður sína, er hún var á öðru aldursári.
Hún ólst upp hjá móðurmóður sinni, Jónínu Guðbrandsdóttur húsfreyju í Miklagarði í Dalasýslu, f. 7. október 1873, d. 31. janúar 1941, og síðar hjá móðursystur sinni, Sigríði Þorvarðardóttur húsfreyju í Reykjavík, f. 29. október 1901, d. 25. október 1984. Sigríður var móðir Jónu Sturludóttur húsfreyju á Faxastíg 39.
Ragnheiður giftist Elíeser og eignaðist með honum Reyni. Þau skildu.
Þau Einar Jóhann bjuggu á Búastöðum, eignuðust Gunnar Rafn þar 1955, giftu sig 1956. Þau bjuggu á Búastöðum við fæðingu Jóns Garðars 1959, voru komin á Illugagötu 8 við fæðingu Önnu 1962.
Ragnheiður átti heimili á Áshamri 35 við andlát 2013.
I. Fyrri maður hennar var Elíeser Jónsson flugmaður, f. 10. apríl 1926, d. 24. nóvember 2013.
Barn þeirra:
1. Reynir Elíesersson, f. 11. janúar 1950. Kona hans er Elísabet Halldóra Einarsdóttir.
II. Síðari maður Ragnheiðar, (12. febrúar 1956), var Einar Jóhann Jónsson bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1931 á Faxastíg 15, d. 28. janúar 2018.
Börn þeirra:
2. Gunnar Rafn Einarsson, f. 8. desember 1955 á Búastöðum. Kona hans er Laufey Sigurðardóttir.
3. Jón Garðar Einarsson, f. 10. nóvember 1959 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Hrefna Valdís Guðmundsdóttir.
4. Anna Einarsdóttir, f. 13. apríl 1962. Maður hennar var Jón Berg Sigurðsson og barnsfaðir hennar er Þór Kristjánsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 16. mars 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.