Einar Guðjónsson járnsmíðameistari

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2018 kl. 21:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2018 kl. 21:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Guðjónsson járnsmíðameistari frá Vestur-Holtum u. Eyjafjöllum fæddist 4. júní 1903 og lést 27. nóvember 1992.
Foreldrar hans voru Guðjón Sigurðsson bóndi í Vestur-Holtum, f. 1860, d. 24. júlí 1903, og kona hans Rannveig Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1866, d. 21. október 1945.

Börn Rannveigar og Guðjóns:
1. Einarsína Guðjónsóttir, f. 16. júní 1890, dó ung.
2. Jón Guðjónsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, síðar umsjónarmaður, f. 16. apríl 1892 í Vestur-Holtum, d. 22. desember 1972.
2. Ólöf Guðjónsdóttir, f. 14. maí 1893, d. 14. apríl 1894.
3. Sigurður Guðjónsson bóndi á Sauðhúsvelli, f. 5. febrúar 1896, d. 12. maí 1970.
4. Þórunn Guðjónsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 22. maí 1898, d. 28. nóvember 1990.
5. Dýrfinna Guðjónsdóttir fósturbarn í Holti u. Eyjafjöllum 1910, uppeldisbarn í Reykjavík 1920, síðar saumakona þar, f. 19. júní 1901, d. 3. maí 1975.
6. Einar Guðjónsson járnsmíðameistari í Reykjavík, f. 4. júní 1903, d. 27. nóvember 1992.

Einar missti föður sinn árið, sem hann fæddist. Hann var fósturbarn hjá Magnúsi föðurbróður sínum og Þuríði Jónsdóttur konu hans í Hvammi u. Eyjafjöllum 1910, vinnumaður þar 1920.
Einar fluttist til Eyja 18 ára og vann í smiðju Einars Magnússonar frænda síns.
Hann fluttist til Reykjavíkur, stundaði nám í Iðnskólanum þar og vann á Vélsmiðjunni Hamri, lauk þar sveinsprófi og vann þar í 8 ár, síðan í Landsmiðjunni í 11 ár.
Einar fékk meistararéttindi 1941 og stofnaði Vélsmiðjuna Bjarg ásamt félögum sínum og rak hana til 1972.
Á ferli sínum vann hann við uppfinningar, endurbætur og hönnun tækja og búnaðar ýmisskonar. Hann smíðaði t.d. og endurbætti hitakatla fyrir íbúðarhús, sorphreinsunarbíla fyrir Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög. Stálgrindahús hannaði hann og reisti víðsvegar um landið. Síðustu starfsárin átti einföld heyverkunaraðferð hug hans allan. Smíðaði hann lofttæmdar heygeymslur á nokkrum bæjum.
Þau Ingigerður giftu sig 1927 og eignuðust þrjú börn.
Ingigerður lést 1991 og Einar 1992.

I. Kona Einars, (1927), var Ingigerður Eggertsdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1902, d. 8. júní 1991. Foreldrar hennar voru Eggert Eggertsson bóndi á Flesjustöðum í Kolbeinsstaðahreppi á Mýrum og víðar, síðan verkamaður í Reykjavík, f. 24. september 1862, d. 1. nóvember 1942, og kona hans Elínborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1865, d. 13. janúar 1940.
Börn Einars og Ingigerðar:
1. Guðborg Einarsdóttir húsfreyja, f, 29. mars 1930. Maður hennar Jónas Þórðarson.
2. Þuríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1933. Maður hennar Ólafur Vignir Albertsson.
3. Sigurberg Einarsson vélfræðingur, f. 20. febrúar 1936. Kona hans Steinunn Sigurgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.