Jónas Bjarnason (Sjólyst)
Jónas Bjarnason fæddist 5. október 1894 í Keflavík og lést 9. desember 1993 í Reykjavík.
Jónas kom til Vestmannaeyja árið 1919 og hóf að róa á Ófeigi. Árið 1924 hóf hann formennsku á Stakksárfossi en þann bát hafði hann keypt frá Færeyjum ásamt Jóni Hinrikssyni. Var hann formaður á honum til 1930.
Eftir að Jónas hætti formennsku gerðist hann fiskmatsmaður og vann við það um árabil.
Barnsmóðir hans var Magdalena Margrét Einarsdóttir, f. 8. ágúst 1896, d. 30. desember 1971.
Barn þeirra:
1. Margrét Jónasdóttir, f. 7. febrúar 1926 í Odda við Vestmannabraut 63a, fósturbarn í Ási við Kirkjuveg, d. 11. mars 1932.
Heimildir
- Íslendngabók.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.