Ísak Árnason (Seljalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2017 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2017 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ísak Árnason (Seljalandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ísak Árnason.

Ísak Árnason á Seljalandi, sjómaður, verkamaður fæddist 24. desember 1897 á Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá og lést 13. febrúar 1971.
Foreldrar hans voru Árni Ísaksson bóndi á Hrjóti, f. 16. júní 1867, d. 26. nóvember 1945, og Guðný María Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1868, d. 1. apríl 1938.

Ísak var tökubarn á Brennistöðum í Eiðasókn í S-Múl. 1901, fósturbarn þar 1910, hjú í Hermes á Búðareyri við Reyðarfjörð 1920.
Ísak fluttist til Eyja 1922, var sjómaður, lengst á útvegi Ólafs Auðunssonar, síðar fiskverkamaður.
Þau Jónína hófu búskap sinn 1924, eignuðust eitt barn.
Jónína lést 1968 og Ísak 1971.

I. Kona Ísaks var Jónína Einarsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968. Ísak var síðari maður hennar.
Barn þeirra:
1. Jón Ísaksson flugmaður, flugumferðarstjóri, f. 28. febrúar 1927, d. 14. maí 2015.
Börn Jónínu og stjúpbörn Ísaks voru:
2. Einar Jónsson sjómaður, f. 17. apríl 1911.
3. Guðmunda Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1914.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.