Þorsteinn Jónsson (Nykhól)
Þorsteinn Jónsson bóndi í Bólstað (Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu) í Austur-Landeyjum, síðan í Eyjum fæddist 2. október 1872 í Berjanesi í V-Landeyjum og lést 5. nóvember 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Berjanesi, f. 18. ágúst 1812, d. 14. mars 1897 og kona hans Ingigerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1827 í Breiðabólstaðarsókn í Fljótshlíð, d. 31. desember 1910.
Þorsteinn var 8 ára með vinnukonunni móður sinni í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1880, var 18 ára vinnumaður á Keldum á Rangárvöllum 1890.
Þau Guðbjörg giftu sig 1894. Þau bjuggu í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi 1894-1899, voru eitt ár á Stokkseyri, en 1901 voru þau vinnuhjú á Grímsstöðum í V-Landeyjum.
Þau bjuggu í Selshjáleigu í A-Landeyjum 1910-1913 og í Bólstað 1913-1923.
Þau eignuðust sex börn á árunum 1893-1903.
Þau fluttust til Eyja 1923, bjuggu í Borgarhól 1924, voru komin í Nikhól með Haraldi og Matthildi 1925. Þar bjuggu þau enn 1945, en voru hjá Haraldi á Grímsstöðum við andlát Guðbjargar 1947.
Þorsteinn bjó hjá Haraldi syni sínum á Grímsstöðum við andlát 1954.
I. Kona Þorsteins, (6. nóvember 1894), var Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1863í Nesi í Aðaldal í S-Þing., d. 17. október 1947.
Börn þeirra voru:
1. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður í Lambhaga, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.
2. Soffía Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Odda, f. 31. júlí 1895, d. 21. maí 1978.
3. Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1896, d. 20. júní 1935.
4. Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 14. ágúst 1899, d. 4. september 1982.
5. Haraldur Þorsteinsson verkamaður á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974.
6. Gissur Þorsteinsson kaupmaður, sölumaður, bóndi, f. 8. apríl 1903, d. 26. febrúar 1975.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.