Hermann Helgason (Hamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. nóvember 2017 kl. 21:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. nóvember 2017 kl. 21:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hermann Helgason.

Hermann Helgason vélstjóri frá Hamri fæddist 30. janúar 1916 á Löndum og lést 15. júlí 2006.
Foreldrar hans voru Helgi Hjálmarsson sjómaður, trésmiður á Hamri, síðar bóndi í Rotum u. Eyjafjöllum, f. 13. október 1880, d. 6. apríl 1976, og fyrri kona hans Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1889, d. 25. ágúst 1924.

Börn Helga og Guðbjargar fyrri konu hans voru:
1. Hermann Helgason vélstjóri, f. 30. janúar 1916 á Löndum, d. 5. júlí 2006. Kona hans var Sigurlaug Guðmundsdóttir.
2. Magnús Helgason, f. 5. júlí 1917 á Túnsbergi, síðast í Reykjavík, d. 3. janúar 1992.
3. Hjálmar Kristinn Helgason sjómaður í Reykjavík, f. 16. júní 1920 í Fagurhól, d. 22. nóvember 1993. Kona hans var Elín Katrín Sumarliðadóttir.
3. Gunnar Ágúst Helgason á Lögbergi, sjómaður, vélstjóri, forstöðumaður, f. 22. janúar 1923 á Hamri, d. 23. nóvember 2000. Kona hans var Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir.
4. Guðbjörg Helgadóttir Beck húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 18. ágúst 1924 á Hamri, d. 28. maí 2013. Maður hennar var Páll Beck.

Börn Helga og Sigríðar síðari konu hans og hálfsystkini Ágústs:
5. Sigurður Helgi Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 3. apríl 1926, d. 17. maí 1991, ókv.
6. Hlöðver Helgason verkamaður, sjómaður í Reykjavík, f. 11. september 1927 á Hamri, d. 2. ágúst 2007. Kona hans var Katrín Sólveig Jónsdóttir.
7. Gústaf Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 21. ágúst 1928, d. 21. febrúar 2010, ókvæntur.
8. Hugó Helgason, f. 31. mars 1930. Hann fluttist til Svíþjóðar, ókvæntur.
9. Laufey Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 28. maí 1932. Maður hennar er Kåre Gravdehaug.
10. Unnur Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Noregi, f. 21. ágúst 1933. Maður hennar er Kjeld Gundersen.
11. Sigrún Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1937, d. 18. júní 1987. Hún var gift Sæmundi Inga Sveinssyni bifreiðastjóra.

Hermann var með foreldrum sínum meðan beggja naut við, en móðir hans lést, er hann var á níunda aldursári.
Hann var á Hamri 1925 með föður sínum, Sigríði stjúpu sinni og systkinum sínum nema Guðbjörgu, en hún var í fóstri á Akri.
Fjölskyldan fluttist að Rotum u. Eyjafjöllum 1928.
Hermann og Sigurlaug voru á Ekru 1940. Hann tók vélstjórapróf í Eyjum og stundaði sjómennsku, lengst var hann vélstjóri á Helgu RE eða þar til hann varð að hætta vegna heilsu sinnar 1968.
Hann réðst til starfa hjá Borgarspítalanum og vann þar óslitið til 1986. Að síðustu dvaldi hann á Dvalarheimilinu Grund.
Sigurlaug lést 1991 og Hermann 2006.

I. Kona Hermanns var Sigurlaug Líney Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1911, d. 8. júní 1991. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergþórsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 2. maí 1861, d. 10. desember 1947, og kona hans Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1874, d. 5. desember 1954.
Börn þeirra Sigurlaugar:
1. Jóna Gunnhildur Hermannsdóttir, f. 5. maí 1941, d. 1. mars 2016. Maður hennar var Haraldur Árnason.
2. Sigurður Hermannsson, f. 22. ágúst 1946. Kona hans er Vilborg Sigurðardóttir húsfreyja.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.