Stefanía Sigmundsdóttir (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2017 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2017 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Stefanía Sigmundsdóttir (Heiði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Stefanía Sigmundsdóttir.

Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja á Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði, síðar í Eyjum fæddist 28. febrúar 1868 og lést 25. ágúst 1937. Foreldrar hennar voru Sigmundur Símonarson bóndi á Bjarnastöðum í Unadal í Skagafirði, f. 30. maí 1848, d. 4. febrúar 1914, og kona hans Rósa Stefánsdóttir frá Bjarnastöðum, húsfreyja, f. 9. maí 1847, d. 29. apríl 1939.

Stefanía var með foreldrum sínum á Bjarnastöðum 1870 og 1880. Hún var bústýra hjá Guðna á Þrastarstöðum á Höfðaströnd 1890, kona hans á Heiði 1901 og 1910, var leigjandi ásamt eiginmanni og börnum hjá Jóni syni sínum bónda á Heiði 1920.
Þau Guðni voru hjá börnum sínum á Siglufirði um skeið. Guðni var kominn til Sigurlaugar dóttur sinnar í Eyjum 1934, en Stefanía virðist hafa flust þangað síðar.
Hún lést þar 1937 og Guðni 1943.

Maður Stefaníu, (24. október 1891), var Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi á Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 15. desember 1856 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði, d. 10. október 1943 í Eyjum.

Börn þeirra:
1. Jón Guðnason bóndi á Heiði í Sléttuhlíð, f. 11. desember 1888, d. 24. maí 1959. Kona hans var Björg Sveinsdóttir húsfreyja, bóndi á Heiði.
2. Rósmundur Jónatan Guðnason sjómaður, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 6. mars 1900, d. 23. júlí 1967. Kona hans var María Jóhannsdóttir húsfreyja.
3. Guðbjörg Guðnadóttir á Faxastíg 25, húsfreyja, f. 8. nóvember 1902, d. 10. nóvember 1988, kona Marinós Jónssonar pípulagningameistara.
4. Frímann Þorsteinn Guðnason verkamaður, sjómaður á Siglufirði, f. 30. september 1906, d. 10. mars 1974. Kona hans var Björg Benediktsdóttir húsfreyja.
5. Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja á Ásavegi 14, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974, kona Þorsteins Steinssonar vélsmiðjustjóra, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.